Siðbót í stjórnmálum

Í leiðara sínum í morgun skrifar Ólafur Stephensen um mikilvægi þess að siðvæða íslensk stjórnmál og skrifar:

"...flokkarnir, allir í sameiningu, ráðist í siðvæðingarátak í íslenzkri pólitík. Grunnur hefur þegar verið lagður að gegnsæi í fjármálum flokkanna. Nú er eftir að taka til endurskoðunar vinnubrögðin í pólitíkinni og stjórnkerfinu í heild sinni. Flokkarnir þurfa að verða sammála um að fækka ráðuneytum og ráðherrum, efla fagmennsku í ráðuneytunum og afnema pólitískar ráðningar. Þeir þurfa að breyta vinnubrögðunum og umræðuvenjunum á Alþingi og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þeir eiga sömuleiðis að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna."

Ég vona svo sannarlega að þetta sé eitthvað sem við getum öll, í sameiningu, ráðist í, - ekki bara stjórnmálaflokkarnir heldur einnig fjölmiðlar og almenningur allur með því að styðja og hvetja til breyttra vinnubragða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt saman gott og blessað en meðan á flokksþingi sitja enn gamlir hrunverjar hjá ykkur þá er trúverðuleikin ekki neitt sérstakur. Bara það að sjá Valgerði, Guðna ofl varð til þess að ég missti alla trú á því að einhver alvara væri á bak við siðbót Framsóknarflokksins. Gat engin tekið sig til og bent þessu fólki á að nærveru þess væri ekki óskað.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 09:32

2 identicon

Það sló mig við lestur leiðara eftir Ólaf Stephensen að sjá að hann var búinn að snúa lögregluofbeldi vegna mótmæla vörubílstjóra uppí andhverfu sína.  Hann hélt því fram að vörubílstjórar hefðu vegið að lögreglu, raunin var hins vegar sú að lögreglan beitti óþarfa ofbeldi á hendur fólks sem var að mótmæla.  "Gas Gas"-a lega gott.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband