21.4.2010 | 11:21
Kynjuð hagstjórn 101?
Þetta er nú bara vandræðalegt. Fjármálaráðuneytið er nú búið að gefa tvisvar út þessa fínu bæklinga um kynjaða hagstjórn og skipa sérstakan starfshóp um breytt vinnulag þar sem kynjasjónarmið ættu að vera í heiðri höfð.
Svo kemur að skipan starfshóps um skattamál og ráðuneytin eru beðin um tilnefningar og í ljós kemur að þeim dettur ekki í hug nema ein kona á öllu Íslandi sem ætti að geta komið með tillögur um breytingar á skattkerfinu.
Því vil ég koma ráðuneytum og fjármálaráðherra til aðstoðar og nefna nokkur nöfn á konum sem vita mjög margt um skattkerfið, bæði hér og erlendis:
- Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, aðalsvið kennsla í skattarétti og almennri lögfræði.
- Soffía Eydís Björgvinsdóttir, verkefnastjóri og hdl á skattasviði KPMG og fv. deildastjóri hjá Skattstofunni í Hafnarfirði.
- Guðrún Þorleifsdóttir, hdl og fv. sérfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu og fv. sérfræðingur á réttarsviði hjá Ríkisskattstjóra.
- Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði PriceWaterhouseCoopers.
- Vala Valtýsdóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, hdl og einn eiganda Deloitte.
- Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PriceWaterhouseCoopers.
Eiginlega virðist vera fullt af konum sem vita mjög margt um skatta, svo maður tali nú ekki um konurnar sem starfa hjá ríkinu eins og t.d. Elín Alma Arthúrsdóttir sem er yfirmaður stjórnsýslu og skattasviðs hjá Ríkisskattstjóra.
Þetta er dæmi um hvernig kynjuð hagstjórn 101 á EKKI að vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, en Steingrímur stóð sig þó í stykkinu og skipaði karl og konu. Hvað með Jóhönnu? Til hvers var hún að skipa Hrannar B? Eða skipaði hann kannski sjálfan sig? ég veit ekki til þess að hann sé sérfræðingur í skattamálum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.