Kastljós á landsbyggðinni

Það hefur verið einkar ánægjulegt að fylgjast með Kastljósinu á undanförnu.  Þar hefur Þóra Arnórsdóttir verið á flakki um landsbyggðina og tekið skemmtileg og áhugaverð viðtöl við fólk við störf.

Stundum hefur mér fundist fjölmiðlamenn sækjast aðallega eftir að taka viðtöl við skrítið fólk út á landi, eins og það sé bara skrítið fólk sem velur að búa og starfa annars en í Reykjavík ...svona einhvers konar Gísli á Uppsölum-syndróm.

Það hefur einmitt EKKI átt við þessi viðtöl sem ég hef séð, heldur er dregin upp jákvæð og áhugaverð mynd af venjulegu fólki líkt og svína- og kartöflubóndinn sem talar um hagkvæmni smæðarinnar og hjónin sem þrífa og lagfæra mjölpoka fyrir loðnuvinnslur á Austurlandi.

Endilega meira svona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Eygló. Íslandi allt,um Ísland allt.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband