Enn ein atlagan að landsbyggðinni

Nú hefur Eimskip tilkynnt um hækkun á fargjöldum með Herjólfi, þjóðvegi Eyjamanna.  Verðhækkunin verður yfir 10% og þótti mörgum nóg fyrir.  Eftir hækkunina mun fjögurra manna fjölskylda, á fullu fargjaldi, greiða um 16.000 krónur til að komast fram og til baka á fjölskyldubílnum.  Og þetta gjald þurfa Eyjamenn að greiða í hvert sinn sem þeir bregða sér bæjarleið.  Ég er hrædd um að heyrðist hljóð úr horni ef íbúar höfuðborgarsvæðisins þyrftu að borga 16.000 krónur í hvert sinn sem þeir skryppu á Þingvöll eða suður í Hafnarfjörð.

Skattur á atvinnulífið
Þá kemur þessi skattur mjög illa niður á atvinnulífinu í Eyjum.   Flutningskostnaður til og frá Vestmannaeyjum er þegar svo mikill að hann hamlar mjög vexti og viðgangi fyrirtækja.  Þannig þurfa eigendur vöruflutningabifreiða að greiða mun hærra gjald en almennir farþegar.  Ætli fyrirtæki að fara með 7 metra flutningabíl fram og til baka er gjaldið í Herjólf yfir 30.000 krónur.  Það sér það hver heilvita maður að þetta er ekki eðlilegt.

En er ekki bara rétt að Eyjamenn borgi brúsann?  Þeir tóku jú ákvörðun um að búa á þessu skeri.  Raunin er bara sú að það er verið að mismuna íbúum Vestmannaeyja þar sem þessi veggjöld eru ekki innheimt neins staðar nema í Hvalfjarðargöngum og í Herjólfi er ríkið í raun að niðurgreiða allar aðrar samgöngur.  Nei, óréttlát gjaldtaka í Herjólfi er ekkert annað en sértækur dreifbýlisskattur á byggð í Eyjum.  Af þeim hafa Eyjamenn fengið nóg. 

Ég mun ekki sætta mig við sértæka landsbyggðarskatta af þessu tagi.  Gildir þar einu hvort um er að ræða fargjöld með Herjólfi, auðlindagjald eða olíugjald, en öll þessi gjöld leggjast harðast á íbúa hinna dreifðu byggða.

Nú er mál að linni.

Greinin bíður birtingar í Fréttablaðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Eygló !!!

Tilefnið er gefið ! Eins og nú er komið, byggðamálunum; hví í ósköpunum endurreisið þið Framsóknarmenn, í hverjum enn lifa glæður frumherja ykkar, ekki gamla Bændaflokkinn ? Eða............. hvaða samleið þykist þið eiga, með jafn afleitu fólki, eins og Valgerði Sverrisdóttur, Hjálmari Árnasyni, Birki J.Jónssyni og Jóni Sigurðssyni, sum þeirra síngjörn og hrokafull, önnur héraleg og skrumarar ?

Eins og nú er komið málum, mættuð þið, sem einlæg eruð og velviljandi, í ykkar meiningum; setja merki Tryggva heitins  Þórhallssonar, og hans samherja í öndvegi eflingar islenzkrar bændastéttar, sem og annarra atvinnuvega, já og gættu að Eygló, ígrundið upprætingu fjölmenningarhyggjunnar, sem dynur yfir landsfólk, frá degi til dags, óumbeðið; af hálfu okkar þjóðernissinna, og annarra þeirra Íslendinga, sem gera sér grein fyrir fámenni okkar þjóðar, og miklu fremur þess, að það er ósvinna liðlega 300 þúsund manna samfélagi, að opna allar gáttir, til umheimsins, eða meir en orðið er. T.d. gætuð þið undirbúið úrsögn Íslands úr hinum svonefndu Sameinuðu þjóðum, eigum ekkert erindi þar. Einnig gætuð þið hafið undirbúning, að uppsögn samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, svo fátt eitt sé talið.

Ykkur yrði ríkulega borgið, með fjölda þingmanna, á vori komanda, ef fram gengi.

Minni á, að Framsóknarflokkurinn núverandi, átti sinn þátt í, hvernig komið er byggðarlögum; eins og mínum gömlu heimahögum: Eyrarbakka og Stokkseyri, sem og fjölda annarra plássa, víðsvegar á landsbyggðinni. Trúi ekki, að jafnheilsteypt og góðgjörn manneskja, sem þú, viljir sjá öllu fleirri, nú lífvænleg pláss; fara sömu leið, niður á við, eða....... sjáum Vestur- Skaftafellssýslu austan Víkur, sem og Strandasýslu norðan Hólmavíkur. Í Dalasýslu voru, um 1970 liðlega 1300 íbúar, í dag eru þeir eitthvað á milli 600 til 700. Hvað segir þetta okkur Eygló um, hvernig komið er ? Ég er að minnsta kosti mjög reiður, fyrir hönd landsbyggðarinnar, og leyni því hvergi, enda ekki háttur minn, að fara undan í einhverjum helvítis flæmingi! ÞAÐ ER EKKI VILJI ALLRA, AÐ BÚA Í BORGRÍKINU REYKJAVÍK ! HVAÐ ERU MÖRG HUNDRUÐ MILJÓNIR KRÓNA BÚNAR AÐ FARA, Í ÞJÓÐLENDU- OG SJÁVARJARÐA YFIRGANG RÍKISVALDSINS, AÐ UNDANFÖRNU, FYRIR DÓMSTÓLUM ? HVAR HEFÐI MÁTT KOMA ÞEIM FJÁRMUNUM BETUR, Í SAMFÉLAGINU ? VAKNIÐ GOTT FÓLK, VAKNIÐ !!! 

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 00:49

2 identicon

ef þetta er svona agalegt, flyttu þá uppá land og hættu að væla.

asdf (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 08:26

3 identicon

Heil og sæl, Eygó !

Ekki er það nú stórmannlegt, hjá (asdf), að hafa ekki þann manndóm til að bera; að þora ei að skrifa, á síðu þína, undir fullu nafni. Yfirleitt lítilsigldar sálir, sem slíkt iðka, og lítt frómar. Vanvirða við þig, og þína ágætu persónu, hvað ''asdf'' skoði. Með kveðju, úr Efra- Ölfusi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:19

4 identicon

Þetta er dæmi um augljósa misskiptingu ríkisfjármuna. Það væri gaman að sjá samanburð útgjalda samgönguráðuneytisins á Vestfyrði og Eyjar per capita. Ég væri ósáttur Eyjamaður að greiða jafn mikið í skatt og aðrir Íslendingar.

Jói Gísla (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband