Njósnir á Íslandi?

Wikileaks er magnað fyrirbæri, og stundum virðast atburðir tengdir vefsíðunni og fylgismönnum hennar vera eins og njósnareyfari eftir Tom Clancy eða John le Carré.  Ísland hefur komið nokkrum sinnum fyrir á síðunni og las ég þar fyrst um lánasafn Kaupþings og tilboð Breta og Hollendinga til Íslendinga í nýju Icesave viðræðunum.

Fréttir af síðunni hafa gerst æ reyfarakenndari.  Síðast bárust fréttir af pilti, sem starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, hefði verið handtekinn með tölvu í fórum sér sem tilheyrði Wikileaks.  Julian Assange, forystumaður Wikileaks, fullyrti svo að njósnað hefði verið um þá á Íslandi, og að í yfirheyrslum lögreglunnar hafi piltinum verið sýnd mynd af honum og Julian, auk þess sem tölvan var gerð upptæk. 

Dómsmálaráðherra og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins kannast ekki við neitt.

Forystumenn Wikileaks hafa góða ástæðu til að vera tortryggnir og birti síðan nýlega gögn þess efnis að bandaríska leyniþjónustan taldi ástæðu til að leggja niður vefsíðuna.  Bandarísk stjórnvöld hafa ekki neitað þessum fréttum, né frétt um að nota ætti afganskar konur til að auka velvilja gagnvart stríðinu í Afganistan, sem kom stuttu seinna. 

Svo kemur ný sprengja tengd Wikileaks, - að bandaríska sendiráðið taki saman gögn um ráðamenn hér á landi. DV birtir fréttina fyrst og Wikileaks lofar að birta skýrslurnar fljótlega. 

Ef þetta er allt satt þá tel ég þetta mjög mikið áhyggjuefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og ég hérna þakka þessum mönnum (eða njósnurum)  fyrir að leka upplýsingum,  og styð þessa áframhaldandi starfsemi með að leka upplýsingum út á netið (eða á Wikileaks), nú ég vona að þessir njósnarar komist yfir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, eða um orsök hrunsins, þannig að við þurfum ekki lengur að bíða eða velta því lengur fyrir okkur hvort skýrslan verði birt.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Ari Jósepsson

Já ég er alver sammála Þorsteinn :)

Ari

Ari Jósepsson, 5.4.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband