Jóhanna hissa

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var í viðtali á R2 í morgunn.  Þar lýsti hún yfir mikilli undrun á því að Samtök atvinnulífsins (SA) hefðu sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. 

Einhvern veginn hafði hún alveg misst af því á fjölda funda með SA að þeir hygðust segja sig frá stöðugleikasáttmálanum ef frumvarp sjávarútvegsráðherra um m.a. aukningu á skötuselskvóta yrði að lögum.

Frumvarpið varð að lögum í gær.

Hvað átti SA að gera?  Segja bara sorrí, allt í plati, við meintum ekki það sem við sögðum aftur og aftur skv. Vilhjálmi Egilssyni.

Svo er Jóhanna bara ofsalega hissa á að einhver vilji standa við orð sín.  

 


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn rofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað átti Jóhanna að gera? Leyfa fyrrum skuggastjórnendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að kúga ríkisstjórnina til hlýðni? Ef þetta upphlaup Vilhjálms Egilssonar leiðir til stirðari samskipta þá skulu þeir líka átta sig á því að samstarf verkalýðssamtakanna við SA gæti verið fyrir bí. Vilja menn það? Hvar eru mörkin þegar LÍÚ eru annars vegar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.3.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Þetta er bara frábært, Vilhjálmur og Gylfi ættu að halda kjafti, vinnandi fyrir LÍÚ mafíuna og fleira peningafólk, sem vilja bara fá þennan kvóta til þess að framselja hann.

Ég tel að það ætti að setja lögbann á starfssemi LÍÚ

Arnar Bergur Guðjónsson, 23.3.2010 kl. 09:41

3 identicon

Jóhannes, hverju breytir það þó samstarf verkalýðshreyfingar við SA verði fyrir bí? Hvað ætlar verkalýðshreyfingin þá að gera? Fara í verkfall?

Sigurður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:04

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta skiptir litlu máli. Það var eitthvað sem heitir Stöðugleikasáttmáli í gangi í orði en ekki borði. Vitað mál að hann myndi ekki halda hvort eða er.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.3.2010 kl. 10:58

5 identicon

Varðandi hættu á rofi milli SA og ASÍ má náttúrulega einnig benda á ummæli Gylfa Arnbjörnssonar á forsíðu fréttablaðsins í dag þar sem segir:

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir miður hvernig málum sé komið. Sátt hafi náðst um að ræða sjávarútvegsmálin í nefnd, en síðan hafi sjávarútvegsráðherra lagt frumvarpið fram til hliðar við þær viðræður.

"Það skýtur skökku við að stjórnvöld fari fram með slíkum ofsa um svona lítið mál, nema málið sé orðið að prinsippmáli," segir Gylfi. Hann veltir því upp hvort nefndarstarfið um sjávarútvegsmál sé bara plat, þegar frumvarpið er afgreitt til hliðar við það.

Seint verður Gylfi Arnbjörnsson sakaður um að vinna fyrir LÍÚ eða hvað?

Sigurður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mín bara komin í gírin og farin að verja LÍÚ ?

Níels A. Ársælsson., 23.3.2010 kl. 11:53

7 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ríkisstjórnin hefur lýðræðislegt og siðferðilegt umboð til að koma þessu frumvarpi í gegn og er í raun að efna kosningaloforð sitt við kjósendur sína og forða kvótanum úr höndum erlendra eigenda (kröfuhafa) bankanna í dag - en auðvitað eiga bankarnir mestallan kvótann.

Kjartan Jónsson, 23.3.2010 kl. 15:20

8 identicon

skrýtið að SA og sumir þingmenn telji stöðugleikasáttmálann snúast um skötusel, og að ykkar/þeirra hlutverk sé að gæta sérhagsmuna ákveðinnar stéttar í landinu fremur en almennings,sem ég reyndar hélt að þið hefðuð verið kosin til að standa vörð um ?

annars er skrýtið að ætla að halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki að standa við samninga um sáttanefnd sem LIU gekk úr þegar þeir sáu að ekki átti að fara að ÞEIRRA tillögum um sætti sem var og er óbreytt ástand,þeirra alræði yfir einni af sameiginlegum auðlindum landsins.

arni (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:49

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður, Ég held að ef á verður látið reyna þá muni SA finna að þeir eru ansi einangraðir og eiga sér ekki marga samherja í þessari afstöðu, sérstaklega þegar haft er í huga að LÍÚ hefur ekki komið að starfi endurskoðunarnefndarinnar um fiskveiðistjórnun. Forusta ASÍ hefur ekki talað máli hinna almennu félagsmanna, þeir hafa verið önnum kafnir við að byggja skjaldborg um Lífeyrissjóðasukkið en það kann að breytast. Sérstaklega ef hér verður blásið til ófriðar af hálfu LÍÚ

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.3.2010 kl. 17:04

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ætla bara rétt að vona að þetta mál verði til þess að fólk vakni (framsóknarfólk líka)og sjái hvers konar félagsskapur LÍÚ er. Hef séð þig eiga betri leiki en þetta Eygló mín.

Víðir Benediktsson, 23.3.2010 kl. 22:18

11 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hér er ég ósammála Víði Ben.

Það er merkilegt að á meðan að svokölluð sáttanefnd er að störfum skuli ráðherra í ríkisstjórninni sem setti sáttanefndina á koppinn hleypa öllu upp í loft. Það er kannski í samræmi við það sem átti allan tímann að koma í koppinn.

Örvar Már Marteinsson, 29.3.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband