Áhugaverðar niðurstöður

Fréttablaðið birti í dag nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. 

Fjölmargir líta á skoðanakannanir sem einkunnagjöf, einhvers konar skyndipróf sem gefur til kynna hvernig við munum svo standa okkur í sjálfu lokaprófinu.  Ég hef alltaf haft mikinn metnað og viljað standa mig vel í öllum prófum sem ég tek. Því skal viðurkennast að ég hefði gjarnan viljað sjá flokkinn minn mælast hærri en fagna því um leið hvað kjörfylgi okkar virðist vera stöðugt.

En könnunin í heild er mjög áhugaverð.  Stjórnarflokkarnir missa fylgi, meira að segja VG sem mælist yfirleitt hærri í könnunum en í kosningum.  Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar.  Sjálfstæðisflokkurinn mælist mjög hár, kominn með 40% fylgi.  Flokkurinn mælist oft hár í FBL könnunum, og sérstaklega þegar hlutfall óákveðinna er mjög hátt. 

Áhugaverðast er hversu stór hluti kjósenda er samkvæmt könnuninni óákveðinn, eða um 40% þrátt fyrir ítrekaðar spurningar.  Stór hluti kjósenda er ósáttur eða óákveðinn.   Í þeim hópi hljóta að vera stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og jafnvel einhverjir Frjálslyndir.  Ég á einhvern veginn mjög erfitt með að sjá fyrir mér að þeir muni enda með að setja X við D í næstu Alþingiskosningum.

Þetta stóra hlutfall hlýtur að endurspegla mikið vantraust á stjórnmálamönnum og Alþingi, en aðeins 13% þjóðarinnar segjast bera traust til Alþingis.

Það er verkefni okkar Framsóknarmanna að vinna trausts þessa fólks með öflugri stjórnarandstöðu en ekki síður skýrri sýn á framtíð Íslands.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Framsókn mælist alltaf mun lægri þegar kosningar eru ekki framundan en þegar þær eru framundan svo ekki sé tala um á lokasprettinum.

Tökum smá dæmi. Í nóvember 2008 (þegar kosningar voru ekki á dagskrá á næstunni) var fylgi flokksins skv. Capacent 8%, í apríl 2009 mældist það 10-12% en endaði í tæplega 15% í kosningunum í lok mánaðarins.

Ég held að þið framsóknarmenn þurfið ekki að kvíða neinu þó sjálfsagt sé að spýta í lófana sem mest. Þið eigið án nokkurs vafa mikið inni. A.m.k. hef ég enga trú á öðru.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.3.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eygló, vandamálið með Framsókn er ekki það góða fólk sem er nú í forystu, heldur afar vafasöm og risavaxin fortíð, sem skyggir á allt það góða sem þið hafið verið að gera á síðustu misserum. Það þarf mikið til að rífa þennan flokk úr skugga fortíðarinnar.

Hrannar Baldursson, 19.3.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn á framtíðina fyrir sér, ef hann heldur sig við það grunvallaratriði,að hafna öfgum til hægri og vinstri.Á árunum milli 1930-40 hafnaði flokkurinn þjóðnýtingu og svo hefur verið alla tíð síðan.Ef flokknum tekst að endurvekja ímynd sýna sem andstæðingur alþjóðastefna í stjórnmálum er enginn spurning að framtíðin er hans.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 19.3.2010 kl. 22:06

4 identicon

Eygló: Þó ég sé á níræðisaldri segji ég áfram Framsókn við erum komin á rétta leið

                                              kv.Gissur. 

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband