Verum í fremstu röð

Árið 1991 var Stofnfiskur settur á stofn af Laxeldisstöð ríkissins og Silfurlaxi.  Upphaflega átti fyrirtækið að sinna kynbótum fyrir hafbeit, en fljótlega hófst undirbúningur viðameiri kynbóta fyrir laxeldi.  Strax árið 1995 var Stofnfiskur farinn að flytja út laxahrogn, m.a. til Chile og Írlands.  Stofnfiskur hefur ávalt lagt mikla áherslu á rannsóknir og þróun og er sú mikla vinna farin að skila sér, því fyrirtækið er nú orðið í fremstu röð í kynbótum í heiminum.

Stofnfiskur er gott dæmi um hvernig nýsköpun á að virka.  Hugviti, þekkingu og reynslu er beitt til að leysa raunverulegt vandamál og þolinmótt fjármagn styður við þróunina uns framleiðslan fer að skila arði.  Það skemmtilega við nýsköpunina er líka að oft þarf ekki nema einn snjallan mann til að greina vandamál og koma fram með lausnir.  Hvort hann er í Sandgerði eða Þorlákshöfn, Grindavík eða Vogum á ekki að skipta máli, svo framarlega sem hann hefur stuðning til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Vaxtarbroddar Reyknesinga
Með öflugum stuðningi við nýsköpun og þróun getum við byggt upp enn öflugra atvinnulíf og samfélag.  Reyknesingar hafa hlúð vel að frumkvöðlum á svæðinu og má þar benda á Bláa Lónið, Vísi í Grindavík, Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ og BIOICE í Sandgerði, auk Stofnfisks með sínar starfstöðvar í Grindavík og Vogum.  Þessi fyrirtæki eru öll að nýta þau verðmæti sem liggja í auðlindum og mannauði sem fyrir er á svæðinu.  Það er við þessa nýsköpun sem ríkisvaldið á að styðja og þar á Framsóknarflokkurinn af vera í fararbroddi.

Greinin birtist í nýjasta tölublaði Víkurfrétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband