Kjósa um sjávarútveginn?

Nýjasta nýtt er að kjósa eigi um hvort við viljum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi eða þær tillögur sem  svokölluð sáttanefnd um sjávarútveginn á að koma með.

Mér finnst þetta persónulega athyglisverð hugmynd.  Því vona ég að forsætisráðherra sé ekki að kasta þessu fram í þeirri von að stjórnarandstaðan vilji alls ekki kjósa um þetta.  (Mér fannst votta aðeins fyrir því hjá henni í Silfri Egils í gær, - en vonandi var það bara ímyndun). 

Sterkur og öflugur sjávarútvegur skiptir öllu máli fyrir Ísland og framtíð þess. Ég er hins vegar komin á þá skoðun að það verði aldrei sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið, enda hagsmunirnir gífurlegir.

Kannski er eina lausnin að  kjósa um mismunandi kerfi?

Núverandi stjórnarflokkar vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, þannig að forsætisráðherra hlýtur telja sig hafa meirihluta á Alþingi fyrir að leggja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í dóm þjóðarinnar.  Spurning er hvort þau ætli að gera það með sambærilegri "skoðanakönnun" og á að fara fram um samninginn um aðild að Evrópusambandinu eða hvort þau séu tilbúin að breyta stjórnarskránni og láta þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa eitthvað lagalegt gildi.

Ég er sannfærð um að Alþingi gæti sameinast um að breyta stjórnarskránni, - setja inn að ákveðið hlutfall þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og/eða minnihluti þingsins og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi lagalegt gildi. 

Ég er ekki jafn sannfærð um að við gætum sameinast um að haldnar yrðu Alþingiskosningar sem fyrst til að gefa stjórnarskrárbreytingunum lagalegt gildi.

En það er aldrei að vita ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk fyrir þetta Eygló.

Þú ert kjörkuð þykir mér.

Ég er hræddur um að þeir verði ekki kampakátir útgerðarmenninir í þínu kjördæmi Eygló þegar þeir lesa þetta.

En þú ert alveg yndislega að -ljá máls á þessu.

Til hamingju með þetta.

Níels A. Ársælsson., 8.3.2010 kl. 11:59

2 identicon

Það er gott þegar þingmenn sjá að það er sjálfsagt og eðlilegt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um núverandi fiskveiðistjórnunar lög vegna þess að þau brjóta mannréttindi á þegnum landsins. Það má fagna því að framsóknarmenn  vilji  þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og komi til með að styðja það á sama hátt og þeir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave.

Grétar Mar Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:36

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Það er gott þegar þingmenn sjá að það er sjálfsagt og eðlilegt að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu um núverandi fiskveiðistjórnunar lög vegna þess
að þau brjóta mannréttindi á þegnum landsins. Það má fagna því að
framsóknarmenn  vilji  þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og komi til með
að styðja það á sama hátt og þeir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave.

Grétar Mar Jónsson, 8.3.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er mál sem erfitt er að kjósa um, já eða nei. Það er að sjálfsögðu gott og blessað ef forsetinn vísar málum tengdum fiskveiðistjórnun til þjóðarinnar vegna afglapa í þinginu eins og gerðist í Icesave málinu en verðum við ekki að vona að Þingmenn hafi lært og muni vanda sig betur í framtíðinni

Guðmundur Jónsson, 8.3.2010 kl. 19:39

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Kvótinn er eins og margt annað mein, arfleifð Framsóknarmafíunnar.

Það er erfitt að finna aðra sambærilega hliðstæðu við þennan óhugnað Eygló.

Auðvitað á að breyta þessu NÚNA....

hilmar jónsson, 8.3.2010 kl. 22:41

6 identicon

er ekki öll ósáttin aðalega með framsalið,þ.e. að hægt sé að veðsetja,leigja og selja sameiginlega auðlind þjóðarinnar,og fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt mætti nú sjálfsagt líka endurskoða á nokkura ára fresti,semsagt spurningin yrði "eigum við að leyfa brask með náttúruauðlindir -já eða nei"

árni aðals (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 01:24

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, Guðmundur - ef þ.e. búið að setja núna hefð fyrir notkun neitunarvalds forseta, þá er komið smá aðhald að pólitíkinni.

Já, sannarlega gæti það leitt til þeirra óskapa, að e-h færi að vanda sig, og ég tali ekki um þau ósköp, að reyna að afla máli fylgis á meðal almennings.

Einar

Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 18:39

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hvað ætti að kjósa um?  Hver ætti að ákveða spurninguna?  Hvað mikið hlutfall kosningabærra manna ætti að skrifa undir áskorun?

Annars finnst mér td mjög ómerkilegt hjá Jóhönnu að koma með þessa spurningu um kvótakerfið í þjóðaratkvæðargreiðslu þar sem hún hunsaði þjóðaratkvæðargreiðsluna 6. mars.

Jón Á Grétarsson, 11.3.2010 kl. 23:50

9 Smámynd: Snorri Hansson

Það er þjóðaríþrótt að níða niður útgerðarfyrirtæki. Sá sem tvinnar saman mergjuðustu lýsinguna á því hvað stjórnendur þessara fyrirtækja eru lævísir og djöfullega undirförlir eru bestir.Þetta er nauðsinlegt í baráttu landsmanna gegn hagvegsti.

Snorri Hansson, 12.3.2010 kl. 09:52

10 Smámynd: Snorri Hansson

Það er þjóðaríþrótt að níða niður útgerðarfyrirtæki. Sá sem tvinnar saman mergjuðustu lýsinguna á því hvað stjórnendur þessara fyrirtækja eru lævísir og djöfullega undirförlir eru bestir.Þetta er nauðsinlegt í baráttu landsmanna gegn hagvegsti.

Snorri Hansson, 12.3.2010 kl. 09:56

11 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það eru sagðar aðalega tvær ástæður fyrir því að kvótakerfinu var komið á. Það átti að vernda fiskstofnana og byggja þá upp sem illa stóðu. En hvernig hefur tekist til? Þá átti kerfið að styrkja byggðirnar í landinu og tryggja atvinnu allt í kringum landið. Hvernig hefur tekist til í þeim efnum?

Ég er alfarið á móti því að það sé enn einn ganginn verið lappað upp á kerfi sem engan veginn hefur skilað því sem það átti að gera. Það á að henda því við fyrsta tækifæri og taka upp sóknardagakerfi að hætti Færeyinga. Þar ríkir almenn sátt um það kerfi, en einhverra hluta vegna má ekki minnast á það hér.

Þá er einnig mjög mikilvægt að rótækar breytingar verði gerðar á starfsháttum hjá ríkis-vísindastofnuninni að Skúlagötu 4. Í fyrsta lagi þarf að leggja þann fáránlega ósið af að þeir bæði afli gagna um stærð fiskstofna, sjái einir um úrvinnslu gagnanna og ráðleggi svo sjálfir um aflamark á grundvelli eigin niðurstaðna. Í einu orði sagt; fáránlegt. 

Þá er svo einkennilegt að fólk virðist halda að við það eitt að rótækar breytingar verði gerðar á kerfinu, muni skip sökkva og fiskstofnar hverfa. Það mun ekki gerast. Þeir útgerðarmenn sem ekki treysta sér til að vinna í nýju og beta kerfi, eiga bara að hætta í útgerð og finna sér starf við hæfi.   

Atli Hermannsson., 12.3.2010 kl. 23:36

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er bara viss um eitt, að fara aftur til baka í sóknarstýringarkerfi, væri alvarleg mistök.

En, á sínum tíma var það kerfi við það að ganga að hagkerfinu dauðu. En, eðli sóknardaga kerfis, er það að framkalla gríðarlegt óhagræði.

Stóri kosturinn við kvótakerfið, er sá að þ.e. þó hagnaður af því. Gallinn er sá, að rík yfirstétt einokar hann.

Lausnin, er ekki að þurrka þann hagnað allan út, heldur að sjá til þess, að samfélagið raunverulega njóti hans líka, t.d. í formi veiðileifagjalds af einhverju tagi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.3.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband