14.1.2010 | 21:19
Samvinna um lausn
Ég fagna því að fundurinn skyldi vera góður í kvöld.
Það er kallað eftir samvinnu og samstöðu innan þingsins, og í þessu máli verða allir Íslendingar að taka höndum saman og verja þjóðarhag.
Ég verð að viðurkenna að mér varð órótt þegar ég las frétt í Fréttablaðinu að nú ætti enn á ný að fara tönglast á því að stjórnarandstaðan yrði að koma með ákveðin samningsmarkmið og ríkisstjórnin biði eftir stjórnarandstöðunni. Við Framsóknarmenn höfum ítrekað að þetta mál snýst ekki um ríkisstjórnina, en þá verður ríkisstjórnin líka að axla ábyrgð og hafa forystu í málinu.
Framsóknarmenn lögðu fram ákveðnar tillögur fyrir lokaatkvæðagreiðsluna. SA lagði fram svipaðar hugmyndir í grein í Fréttablaðinu og skv. nýjustu fréttum virðist ríkisstjórnin vera að hlusta og móta sínar eigin tillögur út frá þeim ráðum.
Við erum alltaf sterkari þegar við vinnum saman en þegar við þrjóskumst ein við út í horni.
Nú þarf samvinnu um lausn.
Segja um góðan fund að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Að öðru leiti, lítið á bloggið mitt, þ.s. ég fjalla meira um málið!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 21:35
Sæl Eygló.
Samvinna um lausn verður ekki gerð gegn þjóðarvilja - svo mikið er víst.
Fyrst er það þjóðaratkvæðagreiðslan - svo kemur annað á eftir henni.
Þjóðin gefur þjóðaratkvæðagreiðslu aldrei eftir - þó það þyrfti að kosta uppreisn.
Taktu bara púlsinn á þjóðarsálinni í dag. Þvaðrið í Jóhönnu í fjölmiðlum í morgun um skynsemina án þjóðaratkvæðagreiðslu - er eins og stríðs-yfirlýsing til þjóðarinnar - þjóðin er ekki nein gólfmotta fyrir þjóðsvika þingmenn.
Benedikta E, 15.1.2010 kl. 10:59
Kæra Eygló, ríkisstjórn og Alþingi hafa klúðrað þessu máli og hefur almenningur tekið í taumanna með aðstoð forseta lýðveldisins. Þjóðin mun ekki sætta sig við að farið verði í aðrar viðræður við þessa höfðingja handan hafsins fyrr en í fyrsta lagi við höfum fengið að fella lög nr. 1/2010. Við getum ekki vænst þess að ríkisstjórnarflokkarnir fari að vinda ofan af vitleysunni sem þeir hafa spunnið og við treystum þeim ekki til að taka upp þráðinn að nýju.
Þið megið ekki, alls ekki, láta teyma ykkur út í eitthvert ævintýri með Jóhönnu og Steingrím í fararbroddi, það gengur ekki.
Bestu kveðjur
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.1.2010 kl. 16:03
Við skulum vera á jörðinni setjum saman þverpólitíska nefnd og fáum til liðs við hana sérfræðing á lögum um þjóðarrétt og skuldaskil þá má hafa sáttasemjara frá ESB þannig getum við með samstöðu og rökum komið málum áfram í rétta átt það verðum við að gera. Á meðan við undirbúum atkvæðagreiðsluna en það er alveg ljóst að þjóðin hafnar þessum lögum og það munu viðsemjendur okkar vita þeir hafa sýna njósnara hér og fylgjast með öllu, þeir vita líka að okkur hefur ekki auðnast að standa saman um að koma okkar málum sem best fyrir þjóðina og þar á ríkistjórnin stæðastan hlut að máli
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.1.2010 kl. 12:44
Ef það væri loks, farið í alvöru samningaviðræður, með þær staðreyndis sem viðmið, að það þarf nánast kraftavert, til þess að við lendum ekki í greiðsluþroti - algerlega burtséð frá Icesave dæminu.
Í reynd, þyrftum við á því að halda, að Hollendingar og Bretar, fyrirgæfu okkur alveg vexti.
Síðan, helst einnig, að skuldin sjálf væri lækkuð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.