14.1.2010 | 16:21
Ráðþrota ríkisstjórn?
Samkvæmt Fréttablaðinu þá vill ríkisstjórnin að stjórnarandstaðan leggi upp samningsmarkmiðin í viðræðum við Breta og Hollendinga.
Ráðherrarnir vilja samt ekki viðurkenna að núverandi samningar eru ekki nógu góðir og eru að reyna að spinna þetta þannig að boltinn sé hjá stjórnarandstöðunni.
Þýðir það að ríkisstjórnin er búin að gefast upp? Er hún að viðurkenna að hún ræður ekki við að semja hvorki innanlands eða erlendis? Að hún hafi engan trúverðugleika?
Ég vil að tíminn fram að þjóðaratkvæðagreiðslu verði nýttur til að skapa samstöðu innanlands um nýja samninga og opna á viðræður við Breta og Hollendinga.
Kannski er stjórnin einfaldlega ráðþrota?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Það á alls ekki að flýta sér neitt í þessu máli. Engin ný "samningstilboð" til Breta og Hollendinga. Það þarf að fella lögin úr gildi með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni og ekki tala eitt orð við þessa herra fyrr en eftir það.
Þá á að knýja fram skýringu á "alþjóðlegum skuldbindingum" Íslendina í þessu efni og þá mun auðvitað koma í ljós, að þær skuldbindingar eru engar.
Bretar og Hollendingar eiga rétt á greiðslum úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og ekki krónu umfram það.
Um það þarf ekki að gera nein sérstaka samninga.
Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2010 kl. 16:32
Samstaða þjóðarinnar væri til bóta! Það eru skætingur og hrokafullar yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar hinsvegar ekki!
Hér hefur verið blásin upp umræða, sem helst lýsir sér í skætingi og misvísandi yfirlýsingum. Stjórnarandstaðan, hrunflokkarnir sérstaklega, töluðu fagurlega um nauðsyn samstöðu stjórnmálamanna. Það hefur ekki bólað á þessari samstöðu síðan í sumar. Þessa dagana senda þingmenn stjórnarandstöðunnar frá sér allskyns misvísandi yfirlýsingar. Þessar yfirlýsingar hafa einkennst af hroka og yfirlæti. Reynslu litlir forystumenn stjórnarandstöðunnar virðast telja, að samstaðan eigi að vera á þeirra forsendum eingöngu. Það er misskilningur. Samstaðan hlýtur í þessu máli að hafa stefnu stjórnarinnar sem upphafspunkt. Og síðan að vinna saman í samtölum, ekki í fjölmiðlum, að því að komast að samkomulagi um breytingar á þessari stefnu. Ef það er mögulegt!
Ríkisstjórnin fékk Icesave-málið í hendurnar frá ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sú ríkisstjórn hafði reynt sitt besta vil ég segja til að leysa málið við ómögulegar aðstæður. Undir pressu höfðu ráðherrar, í samráði við ríkisstjórn, undirritað samkomulag og samning. Þessir samningar hafa í raun verið útgangspunktar viðsemjenda Íslendinga síðan. Hin umsömdu viðmið (feitletrað hér að neðan) eru holan, sem málið hefur verið í. (Þrasið um vaxtamálin ætla ég að láta liggja milli hluta, enda hafa menn jafnvel vísað í stýrivexti í ESB til að sanna hversu óheyrilega háa vexti við eigum að borga, skv. Icesave1 og Icesave2).
Fáránlegar yfirlýsingar í anda Ketils Skræks hafa enga þýðingu. Menn geta verið kokhraustir í lýðskrumi sínu, þegar það á við. Núna eru ekki tímar fyrir slík stórmennskulæti. Við erum smáþjóð í slæmri stöðu. Viðsemjendur okkar eru valdamiklar þjóðir með ESB á bak við sig. Við skulum líka muna, hvað afl og hvað vald, er að baki ESB. Það er hið alþjóðlega auðvald, sem ræður allri framgöngu mála. Af efnahagslegu valdi sprettur hið stjórnmálalega vald!
Eygló ætti kannski að lesa grein Jóhönnu á EUobserver. Þar kemur reyndar fram að Jóhanna telur samninginn ekki nógu góðan!
Auðun Gíslason, 14.1.2010 kl. 20:59
Viðbót. Ég hef skilið Steingrím þannig að hann vildi að stjórnarandstaðan legði fram hugmyndir sínar. Í stað hinna ruglingslegu yfirlýsinga (mín útlegging)!
Auðun Gíslason, 14.1.2010 kl. 21:01
Annað hvort setur þessi ríkisstjórn Icesave málið í salt og snýr sér að þeim málum hér heima sem hafa dagað uppi....eða hundskast út úr stjórnarráðinu ekki seinna en í gær og lætur stjórnartaumana í hendurnar á fólki sem ræður við vandamálin og gerir sér einnig grein fyrir því að heimurinn nær út fyrir landamæri ESB
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.