Þverpólitísk samninganefnd

Formenn SA, Viðskiptaráðs og Samtaka Iðnaðarins skrifa mjög góða grein í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir: "Við leggjum því til að Alþingi skipi nýja samninganefnd án tafar sem skipuð væri fulltrúum allra þingflokka. Vel færi á því að utanríkisráðherra færi fyrir nefndinni og að hún fengi sér til fulltingis færustu sérfræðinga, innlenda og erlenda, sem hefðu til að bera víðtæka reynslu og þekkingu. Þá væri mikilvægt að fá til liðs við nefndina erlendan fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga sem þekktur væri og virtur á alþjóðlegum vettvangi fyrir störf sín í alþjóðastjórnmálum og hefði jafnframt þekkingu á aðstæðum Íslendinga. Slíkur einstaklingur gæti gegnt hlutverki sáttasemjara og gæfi okkur aukinn styrk í glímunni við erfiða mótaðila frá Englandi og Hollandi.

Verkefni nefndarinnar væri að komast að niðurstöðu við viðsemjendur okkar sem bæði næði að mæta þeim skuldbindingum sem Íslendingar þurfa að axla og að ljúka málinu hratt og örugglega með réttlátum hætti þannig að bærileg sátt næðist á Íslandi. Með því gæfist loks ráðrúm til að snúa sér að uppbyggilegum viðfangsefnum."

Lilja Mósesdóttir lagði til að Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands yrði fenginn sem sáttasemjari.  Ögmundur Jónasson nefnir að við þurfum ekki endilega þekkt nafn heldur einhvern sem kann til verka, til að vinna að sáttagjörð. Við í Framsóknarflokknum höfum nefnt fulltrúa frá ESB eða Kanada.  Norðurlöndin spila einnig stórt hlutverk, þar sem þrýstingur á okkur byggist á því að enn á ný muni sami leikur byrja þar sem AGS bendir á Norðurlöndin og Norðurlöndin benda á AGS við útgreiðslu lána og endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.

Þessi hugmynd forystumanna atvinnulífsins er algjörlega í samræmi við hugmyndir Framsóknarmanna og lögðum við fram þessa tillögu formlega á formannafundi fyrir lokaatkvæðagreiðsluna á Icesave viðaukasamingunum. 

Því miður fékk hún ekki hljómgrunn þá hjá stjórnarflokkunum.

En nú er ný staða komin upp við synjun forseta Íslands.

Tökum höndum saman og vinnum að lausn málsins þannig að þjóðin hafi skýra valkosti við þjóðaratkvæðagreiðsluna! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eygló.

Þetta er ágæt tillaga í sjálfu sér, enda hefur hún komið fram víðar. Þessi útfærsla ber þó augljóslega með sér vitni um kærulaus og hroðvirknisleg vinnubrögð að stinga upp á utanríkisráðherra til að leiða nefndina. Það hlítur að hafa átt að standa þarna í tillögunni "fyrrverandi utanríkisráðherra" þetta er sennilega prentvilla sem þarf að leiðrétta. Nema Villi ESB hafi keypt sér húmor einhverstaðar á útsölu, en það er nú ekki 1. Apríl enn.  

Rekkinn (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: 365

Er búið að athuga hvort þeir ensku og hollensku vilja ræða við okkur í 3ja skiptið?  Ef ekki hvað þá?  Þarna þarf einhvern í forsæti sem er vel skólaður í alþjóðalögum en ekki einhvern afdalabónda að norðan (með allri virðingu fyrir bændum), mann sem kann til verka og ekkert hálfkák.

365, 11.1.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Got fólk, ég held að við ættum að hafa samband við fleiri af þeim er hafa tengst ritun reglugerðs ESB, þó einkum þá sem raunverulega tengdust ritun 94/19.

Framkvæma einhvers konar skoðanakönnun á meðal þeirra.

Það gæti verið mikil hjálp í slíku við það að taka ábyrga upplýsta ákvöðrun, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég ætla ekki að útiloka fyrirfram, að Alain hafi rétt fyrir sér, þó mig gruni að svo sé ekki, að einhvers misskilnings gæti. Í þessu, er varfærni lykilorðið.

Síðan held ég, að umræðan myndi græða á því, að umræðan færi úr því fari sem hún hefur verið í. Við lifum hér öll, eftir allt saman. Engin græðir á því, að allt fari í háa loft á ný. Slíkt er raunveruleg hætta.

Ég hugsa að talsmaður Fitch Rating hafi rétt fyrir sér með, að við höfun a.m.k. þangað til, til næstu áramóta. En, "deadline" sé þegar kemur að greiðslu af mjög stóru láni í erlendum gjaldeyri árið 2011. Fram að þeim, séu ekki til staðar neinar stórar erlendar skuldbindingar, er greiða þarf stórar upphæðir í erlendri mynnt af.

Það á því alveg vera hægt, að endursemja síðla næsta sumar og næsta haust.

Þverpólitísk samninganefnd, gæti verið góð hugmynd.

Ákveðið próf á því, hvort síðar er hægt að framkvæma aukið og betra samstarf milli flokkanna, í öðrum málum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 11:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég mæli með ópólitískri nefnd eða sáttasemjara. Þingmenn hafa sýnt sig að vera ófæra um að afgreiða þetta mál. Sáttin milli þeirra væri að sættast á að færa forræði málsins til aðila utan þings og samþykkja þá niðurstöðu sem hugsanlega fengist.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mikið vona ég að ykkur beri gæfa til að gera þetta að veruleika. Ef það tekst gætu það þýtt vatnaskil í stjórnmálum og ekki ólíklegt að virðing fyrir alþingi myndi aukast.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 18:11

6 identicon

Ekki Össur.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:59

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband