Léleg þjónusta DHL

Ég var að ljúka samtali við fulltrúa DHL á Íslandi og sjaldan eða aldrei hef ég fengið jafn lélega þjónustu.  Vandamálið er að ég bý í Vestmannaeyjum og hef verið að dirfast að panta bækur frá Amazon.

Af einhverri ástæðu, sem ég er að bíða eftir að fá skýringu á frá Amazon, hafa þeir verið að senda pakkana mína til Íslands með DHL.  DHL sendir síðan pakkana sína með vörubílum Hraðflutninga út á land eða Eimskipum.  Síðan bíða pakkarnir hér í Eyjum eftir að viðskiptavinurinn nái í þá.

Í fyrstu sendingunni sem ég pantaði var aldrei hringt til að tilkynna um að pakkinn væri hjá Hraðflutningum. Hraðsendingin endaði því með að taka 3-4 vikur.  Í annarri sendingunni var pakkinn sendur á rangt heimilisfang þrátt fyrir að margítrekað hafði verið að hann ætti að koma til Eyja. Hraðsendingin var þá komin í 2-3 vikur, eftir að honum hafði loksins verið komið í póst. Nú í þriðja skipti er ég búin að biðja um að pakkinn verði einfaldlega sendur með póstinum þar sem hann er keyrður beint í hús til mín.

Svarið var:  Nei, það getum við ekki gert því við erum með samninga við Hraðflutninga.  Samningurinn skiptir mestu máli, ekki þjónustan.  Þegar ég bað um að fá að tala við framkvæmdastjórann, þar sem ég hafði þegar reynt ítrekað að koma athugasemdum mínum að í gegnum þjónustudeildina, lág við að starfsmaðurinn færi að hlægja.  "Nei, framkvæmdastjórinn mun ekki hringja í þig," sagði konan í símanum, enda hefur hann greinilega eitthvað merkilegra að gera en að tala við óánægða viðskiptavini.

Mér skilst að þjónustan hjá DHL sé mun betri í Reykjavík, jafnvel að þeir keyri sjálfir út pakkana enda eiga þeir víst að heita hraðsendingarfyrirtæki. 

En hér út á landi, eigum við sætta okkur við ótrúlega lélega afgreiðslu. Enda væntanlega bara 2.stigs fólks sem býr út á landi að mati DHL. 

PS. 10.50 Sölustjórinn hjá DHL var að hafa samband, þannig að þeir eiga sér kannski viðreisnar von.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband