28.7.2010 | 08:49
Hvar er Sóley?
Nú er tæpur sólarhringur liðinn síðan póstur aðstoðarmanns varaformanns VG, sem innihélt ORÐIÐ, birtist sjónum almennings. Ég bíð enn eftir ályktun femínistafélagsins þar sem farið verður fram á afsögn aðstoðarmannsins og afsökunarbeiðni varaformannsins. Og hvar er Sóley?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Eygló Þóra Harðardóttir
er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Sendu henni póst á eyglohardar@althingi.is
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
... og það væri líka gaman að fá afstöðu femínista til ráðningar ungrar konu í starf sveitarstjóra fyrir vestan. Manneskjan sú er hugsanlega í "röngum" stjórnmálaflokki og besserwisserar rafheima eru fljótir að úthrópa ráðninguna.
Flosi Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 10:31
Hvaða Sóley? Ertu að meina Bjarnfreður...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.7.2010 kl. 11:17
Reyndu nú að beina áhyggjum þínum í annan farveg en að þessum tittlingaskít Eygló mín - flokkurinn þinn er hálf tussulegur þessa dagana
Sigrún Jónsdóttir, 28.7.2010 kl. 20:59
Sóley hefur það ágætt þakka þér fyrir. Ef þér finnst ályktun vera aðkallandi vegna málsins, þá er þér frjálst að skrifa hana og senda út í eigin nafni.
Finnst satt að segja aumt þegar fólk sem gefur sig út fyrir að vera femínista á tyllidögum gerir lítið úr samherjum sínum með þessum hætti.
Kveðja,
s.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:03
Já vart finnst aumara svar en svo kallað sóleyjar svar, enda hafa allar sóleyjar landsins fellt krónurnar, restin af bónda slegin, borin í hlöðu og höfð sem dýrafóður frameftir hormánuðum.
Einar B Bragason , 28.7.2010 kl. 21:36
Geturðu útskýrt fyrir mér af hverju femínistar ættu að móðgast yfir þessari orðnotkun?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:00
Þetta er það lélegasta sem ég hef séð koma frá þér Eygló. Þér fer betur að halda þig við pólitík, þú ræður ekki alveg við svona neðanmittisbrandara.
Endilega láttu það eiga sig að vera koma höggi á VG þeir sjá um það sjálfir einbeittu þér að vandamálum þjóðarinnar t.d. hvað mikið kom Framsókn að Magma málinu og hvernig standið þið í öðrum auðlinda málum þjóðarinar
Fjári (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:08
Orðið Tussa er til í gömlum ritum frá 16 og 17 öld. notað yfir tösku eða þess háttar. Þetta er ekki nýtt orð. þþ
ÞÞ (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:09
Ja.... ef þið samherjanir eruð með svona tussugóðan aðstoðarmann, þá eru þið væntanlega í góðum málum..... ekki má hann vera tussuvondur ?
Baldur Borgþórsson, 28.7.2010 kl. 22:12
Sko þetta var ekki professional hjá honum... en að fara að gera veður vegna einhvers orðs er hreint fáránlegt....
Hvað ef hann hefði sagt... göndulsfínt...
Comon gæs, við höfum öðrum hnöppum að hneppa
DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:21
Ég hélt að feministar væru eimit svo svakalega ánægðir með þetta orð samanber þetta blogg http://www.dv.is/blogg/erla-hlynsdottir/2010/7/27/feminisk-adgerd-tussufinn/
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:32
Iss, þú slærð engar keilur með þessu Eygló, þú ert búin að að prófa allt.
Finnur Bárðarson, 28.7.2010 kl. 22:43
Mikið óskaplega svaraði hún Sóley þér vel Eygló.
Ég þykist viss um að í svari sínu til þín, mælir hún fyrir munn margra.
hilmar jónsson, 28.7.2010 kl. 22:46
Sem þingmaður, er þetta allt og sumt sem þú hefur fram að færa ?
Finnur Bárðarson, 28.7.2010 kl. 23:26
Vá virðing mín fyrir Eygló féll við þetta neðar en vanvirðing mín fyrir Sóley, Bjarna Ben og Degi B til samans
Þvílíkur barnaskapur
Og síðan er það svo týpískt að flokksmenn annara flokka en sá sem bréfið kom frá geri sér mat úr þessu. Þau vita uppá sig sökina að hafa skrifað keimlík bréf
Og síðan segir fólk að ekki sé til fjórflokkur
Fjórflokkurinn er það velmektar geðveikra hæli þar sem menn og kvenn fá full laun fyrir það að hópa sig saman í ýmiskonar cult til þess að magna upp sem mest það confirmation bias sem flestar klíkur skilgreina sig útfrá (og þar með lifa á).
OjjjjjjGarðar Örn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:37
Hæ, Eygló, það eru sexþúsund færri greiðendur á skatti fyrir næsta ár, á meðan ert þú og fleiri að
smjatta á mistökum hjá stráknum hennar Katrínar,icesave er að koma á okkur á fullum þunga,
þú verður að vera málefnaleg og horfa fram á veginn.
Bernharð Hjaltalín, 29.7.2010 kl. 00:03
Hættið nú að skæla strákar. Það vita allir hvað Sóley hefði gert ef Sigurður Kári (sem aðstoðarmaður) hefði sent svona tussupóst.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:34
aumingja Sóley óskaplega er hún lítill feministi ísér ef þaö snertir V Græna hún er og verður sjáfsagt alltaf eigin hagsmunapotari eins og í borgarstjórnarkosningunum því þannig virðist mêr hún hafa tusast î gegnum sinn pólitíska frama
eggert karlsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:36
Það er aumt að hafa formann sem ræðst á þá sem samþykktu söluna á Magma, en gleyma því algjörlega að einn nefndarmanna var framsóknarmaður, sem gaf grænt ljós á gjörninnginn. Gjörninginn sem Sigmundur Davíð talar núna um sem skandal, að verið sé að selja auðlindirnar til útlendinga. Hann vill sjálfsagt að hann sjálfur með miljarðana sína geti frekar keypt en útlendingar?
Valsól (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:43
Má ég þá ekki vera "pungsveittur" án þess að eiga vona á að Feministafélagið gleipi munnvatnið og svelgist á því? Mér finnst tussufínt, bara gott og gilt orð, enda væri verra ef maður þetta væri tussufúlt... hver vill lykta svoleiði? Er þetta ekki bara tittlingaskítur?
Ég bara spyr eins bláeygður og ég er.
Ingó Már (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 01:01
Ég er mjög ósammála flestum hér að ofan því Feminísta félag Íslands hefur sínt það á undanförnum árum allt frá þeirra fyrstu talskonu að þau láta fjölmörg mál og orð sig varða!
Það er líka gríðarlega merkilegt að flokksgleraugun eru á alltof mörgum á Íslandi og þar er Sóley Tómasdóttir og margir fleiri sekir!
Spyrjum nú Sóley og vini að því, ef aðstoðarmaður ráðherra úr öðrum flokki en hennar eigin hefði sagt þetta, hvað hefði hún sagt þá? Ef svarið er ekkert eins og nú þá verðum við líka að muna það og minna hana og aðra sem gefa sig út fyrir að tala fyrir hönd Feminista á það í framtíðinni!
sjálfstæðimaðurin (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 01:35
Valdimar Másson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 01:58
Það má leiða líkum að orðið sé komið úr Dönsku. Tøse = stelpa, tøser = stelpur. Það er oft notað i góðlátlegri neikvæðri merkingu; tøseknob = tussuhnútur = illa hnýttur hnútur. Skriger som tøse = argar með háum tóni. Tøseagtig = haga sér sem hálfþroskuð unglingsstelpa. o.s.fr. o.s.fr.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 06:50
Það er samt eitt í þessu máli... það er að Sóley er hræsnari, það er algerlega klárt mál.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 07:55
Æi verið ekki svona heilög! Sóley Tómasdóttir hefur látið heyra í sér af minna tilefni en þessu og það er ekkert að því að benda á hræsnina sem liggur í þögn hennar
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 08:38
Sóley er þá væntanlega að leggja blessun sína yfir þessa orðanotkun og þess vegna ætti að vera í góðu lagi að segja að Sóley sé fínasta tussa eftir allt saman!
Páll (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 08:46
Svakalega eru vinstrimenn hörundsárir.
Ég held að Eygló sé hér að skírskota til þess augljósa sannleiks að Sóley væri líklega búin að troða sér í 7 viðtöl vegna þessa máls ef téður aðstoðarmaður væri ekki tengdur Vinstri Grænum. Úr þessu máli hefur vissulega mús verið höfð að úlfalda en venjulega er það Sóley sem sér til þess að svo verði með órökstuddum fullyrðingum um að svona tal, ábyrgðarleysi og léleg vinnubrögð særi samfélagið innan frá og ættu ekki að þekkjast. Það sama á greinilega ekki við um VG.
Mér finnst VG oft á tíðum slá eign sinni á feminisma. Enginn utan flokks má segjast vera það því hann er það örugglega ekki í verki etc. Svo mega þeir sem eru í VG alveg misstíga sig og sýna af sér andfeminíska hegðun, svona stundum, því það er inneign fyrir slíku, þið skiljið. Dálítið eins og svertingi sem má segja nigger.
Svo er þetta blogg hennar Eyglóar nokkrar línur svo ég hef litlar áhyggjur af því að hún skili ekki sínum 8 tímum ..... þetta er nú meira stressið ;)
Ásgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:56
gott innleg hjá þér Eygló - þöggunin er algjör í þessu máli sem flestum öðrum er varða ríkisstjórnina - það þarf heilmikið hugrekki að opna munninn við slíkar aðstæður - go Eygló.
kb (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:02
Heiða: Ef einhver er að spila sig heilaga , þá er það klárlega síðuhöfundur hér.
Hún greinilega ofmat skynsemi sína, og hélt að með svona skrifum gæti hún náð sér niðri á pólitískum andstæðingi og stillt sjálfum sér upp sem einhvers konar femínista í leiðinni.
Sorry: En femínismi eða kvennréttindi eru eitthvað það síðasta sem manni dettur í hug þegar Eygló og Karlbelgingsflokkur hennar er annars vegar.
hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 12:30
Hilmar og co eru ekki að fatta sneiðina. Sóley hefur æst sig af minna tilefni út af feminismanum "sínum" og þögn hennar núna er broslegur og í raun hálf aulalegur. En eins og bent er á hér að ofan er einkaréttur fyrir feminískum skoðunum inn í VG. Allir aðrir eru það bara á tyllidögum. Ef þessi orð hefðu komið úr munni aðstoðarmanns sjálfstæðisráðherra hefði téð Sóley verið aðalgestur í Kastljósi í gærkvöldi!!
Sigursveinn , 29.7.2010 kl. 14:11
Gerum aðra tilraun: Hvað hefur Sóley sagt sem bendir til þess að hún væri ósátt við þetta orð? Það að Sóley hafi æst sig í fortíðinni hefur ekkert gildi nema ef það var vegna einhvers sambærilegs. Ég veit ekki til þess að Sóley hafi hingað til haft miklar áhyggjur af dónalegum orðum.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:43
Sammála þér í þessu máli Eygló.
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 14:44
Nákvæmlega Óli Gneisti. Hér tala sumir eins og Sóley hafi lítið annað gert sem femínisti en að finna að dónaorðum ? ? ?
Þessi margumtalaða sneið, föttuð eða óföttuð, stendur, hvernig sem á allt er litið föst í hálsi síðuhafa hér. Gangi henni vel að hósta henni upp.
hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 14:50
tussufín grein
Palli (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:03
Ég er kjósandi V-G og tel að Katrín ætti að reka þennan mann
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 15:39
Það eru nokkrir hérna sem afhjúpa sig sem alvöru kommúnista. Það á ekki að láta nokkurn mann komast upp með að benda á hið augljósa.
Sóley heldur kjafti af því henni var sagt að gera það!
Sóley er múlbundin eins og restin af þessum kommskríl. Boð og bönn er það sem koma skal, þagga allt niður sem neikvætt er. Sannleikann skal grafa og þeir sem vilja grafa hann upp ættu að vera skotnir og grafnir, líkt og Pol Pot, Stalín, Kim ll-sung og fleiri góðir kommar gerðu.
Páll (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:51
Gvöð..sem alvöru kommú..aarf....kem varla þessu skelfilega orði frá mér..
Páll: er ekki rétt að gera Hannesi Hólmsteini viðvart ?
hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 15:57
Aumkunarverð færsla og einstaklega ómálefnaleg!
Eygló hér tekst þér (að vanda) að sneiða algerlega hjá aðalatriðum málsins eða efni bréfsins og ætlar að gera eitt orð að pólitísku moldviðri. Þetta er ekki boðlegt fyrir þingmann, meira að segja framsóknarþingmann.
Það er lágmark að þú skiljir merkingu orðsins sem þú ert að reyna að nota til að dreyfa athyglinni - en tussufínt er þrælgott íslenskt orð, setur kynfæri kvenna í jákvætt samhengi ef eitthvað er.
Eygló, ekki bjóða okkur upp á svona dellu!*
(*já, ég á við dellu í merkingunni skítur)
Þórlaug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:42
Hilmar þér er velkomið að ræða við HHG ef þig lystir í það, ég veit svo sem ekki hvað hann gæti haft gáfulegt til málanna að leggja.
En staðreyndir eru staðreyndir. Af hverju þegir über-feministi Íslands þunnu hljóði? Það vita allir að ef þetta hefði komið frá einhverjum öðrum en VG-manni, þá væri Sóley búin að syngja háa c-ið í öllum fjölmiðlum og eflaust missa þvag froðufellandi í bræðiskasti yfir því að svona dónar gengu lausir.
Þetta kallast einfaldlega hræsni á góðri íslensku.
Páll (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:46
Það hlýtur að vera leiðinlegt að vera Hilmar Jónsson, maður sem þykist vita að hann tali fyrir álit margra en gerir ekki. Hilmar, ertu kommúnisti?
Eða hvað...? kannski er bara gaman að vera leiðinlegur ef þú fattar það ekki sjálfur?
Ari (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 21:57
Hér kemur ein villt, tryllt hugmynd: Gæti verið að þögnin stafi hreinlega af því að Sóley hafi bara alls ekkert út á orðið tussufín að setja? Þarna er verið að setja orð yfir sköp kvenna í jákvætt samhengi, ólíkt þeirri notkun sem oft tíðkast. Af hverju ætti Sóley að kvarta yfir því? Ætli andstæðingar hennar í pólítík myndu þá ekki ríða af stað með heilagri vandlætingu yfir tvískinnunginum í henni?
Valdís Björk Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:05
Þetta er það málefnalegasta sem komið hefur frá nokkrum framsóknarmanni lengi,,,!
Dexter Morgan, 29.7.2010 kl. 22:42
Ef Sigurður Kári hefði sett svona orð í vinnupóst hefði allt orðið vitlaust.
Jens (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 23:14
Sumir eru sauðheimskir skussar
sem ekkert kunna að læra
Aðrir eru typpi og tussar
bóndakonan kæra.
hilmar jónsson, 30.7.2010 kl. 01:34
hahahaha....alveg er þetta dæmalaust skemmtilegur þráður...femifasistinn S.T hefur vissulega gert veður út af minni málum, og vissulega er flokks-þagnarlykt af þessu....en þetta fárviðri toppar allan þann kjánaskap og ég verð að taka undir með þeim sem benda á að orðið sem slíkt er jákvætt, mun jákvæðara en tittlingaskítur, og fleiri slík orð sem byggja á kynfærum karla....
Pistillinn er í besta falli kjánalegur....enda eru engin takmörk fyrir kjánaskap íslenskra pólískussa....
Haraldur Davíðsson, 30.7.2010 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.