Orðaleikur Björns

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, reynir með öllum brögðum að komast undan hleranamálinu. Nýjasta útspil hans er að þótt leyfi hafi verið veitt til hlerana og framhaldshlerana sé alls ósannað hvort það hafi verið hlerað. Þetta byggir hann á þeirri staðreynd að meirihluta gagna úr hlerunum hefur verið eytt, - brennt í ruslatunnu og í einhverjum tilfellum eytt að beiðni NATO.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var ekki alveg sáttur við þessar skýringar ráðherrans og sagði það ótvírætt að símar hafi verið hleraðir á árunum 1949 til 1968. “Það eru til gögn um það, sem ég vitna meðal annars til í bók minni, sem sýna það ótvírætt að lögreglan hafi hlerað. Árið 1949 og 1951 var úrskurðað um áframhaldandi hleranir og árið 1968 fjölluðu lögreglumenn um að þeir hefðu orðið einhvers vísari við hleranirnar. Út frá þessum upplýsingum finnst mér það hafið yfir allan vafa að hleranirnar hafi farið fram,” segir Guðni í viðtali við Fréttablaðið.

Er ekki kominn tími til að hætta þessum orðaleik?

Viðurkenna hreinlega að hér hafi menn verið stimplaðir óvinir ríkisins án nokkurra sannana. Viðurkenna að íslenskir embættismenn hafi að beiðni erlendra eytt gögnum um hleranir á saklausum íslenskum ríkisborgurum þegar vinstri flokkar tóku við stjórnartaumunum. Viðurkenna að dómsmálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi gert sitt besta til að hindra að íslenskur almenningur fengi vitneskju um þetta allt saman.

Manni líður svo miklu betur eftir á þegar búið er að létta á samviskunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband