Krummaskuð eða fallegasti bærinn?

Fréttaflutningurinn hjá Fréttablaðinu af landsbyggðinni getur verið ansi undarlegur, svo ekki meira sé sagt.

Fyrst birtist heilmikill greinarbálki um landsbyggðina þar sem meira segja blómlegustu sveitarhéruð landsins s.s. uppsveitir Árnessýslurnar voru afskrifaðar. Austfirðirnir áttu sér enga framtíð, þar sem mikil fólksfækkun hafði einkennt svæðið á undanförum áratugum, og ekkert tillit var tekið til hinnar miklu uppbyggingar sem er þar nú.

Síðan misstu menn sig aðeins og leyfðu sér að velja fallegasta bæinn, sem reyndist vera Akureyri. Eftir þessa smá jákvæðni í garð landsbyggðarinnar, varð að snúa af villu síns vegar og halda áfram að prédika um hversu ómögulegt allt væri á landsbyggðinni með því að velja mesta krummaskuð landsins.

Sigurvegarinn reyndist vera Reyðarfjörður. Rökstuðningurinn hjá sérfræðingum Fréttablaðsins var að bærinn væri orðinn svona wannabe stórborg, ekki lengur rólegt sveitarþorp. Hin bæjarfélögin fengu síðan sínar tilnefningar vegna þess að þau voru svo róleg sveitarþorp.

Það er greinilega ekki hægt að vinna í þessu máli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband