Gott fordæmi er það ekki, góurinn!

Í drögum að fjárlögum sem nú eru til umfjöllunar hjá Alþingi er lögð til hækkun á áfengisgjaldi. Hækkunin er tilkomin samkvæmt Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, vegna fyrirhugaðar lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli.

Ég virðurkenni fúslega að persónulega er mér nokk sama þó áfengi hækki, enda lítið verið hrifin af sterkari drykkjum en diet kók og ávaxtate :) … en ég tel þetta ekki vera til fyrirmyndar og slæmt fordæmi fyrir alla þá sem selja eða framleiða matvæli þ.m.t. drykkjarvörur.

Þegar hefur nokkuð borið á hækkunum á matvælum, sem sumir telja vera til komnar vegna fyrirhugaðar lækkunar á vaskinum. Að menn séu að hækka verðin áður en þau lækki og því muni matvælaverð í raun standa í stað, frekar en að lækka til samræmis við verðlag á matvælum á Norðurlöndum eins og stefnt er að.

Hvernig á t.d. talsmaður neytenda geta verið að mótmæla hækkunum þegar ríkisvaldið gengur svona á undan með slæmu fordæmi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband