Hvenær er maður Eyjamaður?

Í fréttum RÚV í morgun var sagt að á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi væru þrír Eyjamenn í 6 efstu sætunum. Ég verð að viðurkenna að ég hikstaði aðeins á þessari fullyrðingu.

Af þessu tilefni ákvað ég að setja saman lítið próf til að við gætum betur áttað okkur á hvað það er að vera Eyjamaður.

  1. Hvar býr viðkomandi?
  2. Hvert borgar hann útsvar?
  3. Hvar ganga börnin hans í skóla?
  4. Hvar verslaði hann síðustu 3 skiptin í matinn?
  5. Hvar borgar hann fasteignagjöld?

Af þessum 5 einföldu spurningum tel ég að aðeins einn í 6 efstu sætunum geti svarað öllum með Vestmannaeyjar og það er Guðrún Erlingsdóttir. Allt tal um að þrír Eyjamenn séu í 6 efstu sætunum er hreinlega út í hött og ef sú skilgreining á að duga að viðkomandi hafi einhvern tímann búið í Eyjum, held ég að ansi margir “Eyjamenn” séu á listum allra flokka um allt land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband