19.11.2006 | 23:42
Tvöföldun vegarins yfir Hellisheiði og lýsing Þrengslavegarins!
Á nýafstöðnu kjördæmisþingi Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi var samþykkt harðorð ályktun um mikilvægi þess að tvöfalda veginn yfir Hellisheiðina, þ.e. tvær aðskildar akgreinar verði í hvora átt, en ekki 2 + 1 eins og Vegagerðin vinnur nú að.
Ályktunin var svohljóðandi: “Sú framkvæmd sem nýlokið er við, við breikkun hluta Suðurlandsvegar, verður að teljast algjörlega ófullnægjandi miðað við þann umferðarþunga sem á þessum hluta vegarins er. Því ályktar þing KSFS að strax skuli ráðast í tvöföldun vegarins, þ.e. tvær aðskildar akgreinar verði í hvora átt, austur fyrir Selfoss. Skal þessi framkvæmd ekki koma niður á öðrum vegaframkvæmdum í kjördæminu samkvæmt vegaáætlun heldur vera sértæk aðgerð.”
Umferðarþunginn um Svínahraunið og yfir Hellisheiðina er sífellt að aukast og því skiptir alveg geysilega miklu að ráðast strax í tvöföldunina.
Ég bíð líka spennt eftir að Orkuveitan fari að lýsa upp Þrengslaveginn. Ákvörðun um að setja fjármagn í að lýsa Þrengslaveginn var eitt af síðustu verkum Alfreðs Þorsteinssonar sem stjórnarformaður OR, og nú er að vona að Guðlaugur Þór fari í það verk af sama krafti og hann fór í að starta Hellisheiðarvirkjun.
Breytt 14.12.2006 kl. 14:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning