Vatnajökulsþjóðgarður

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, kynnti nú á dögunum frumvarp sem hún hyggst leggja fram um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun þekja um 15.000 km2 sem samsvarar um 15% af yfirborði Íslands.

Þetta er alveg frábært framtak og liggur mikil vinna á bakvið frumvarpinu. Þjóðgarðurinn mun í fyrstu ná til alls jökulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsá á Fjöllum.

Á nýafstöðu kjördæmisþingi Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi var þessu fagnað sérstaklega: “Þing KSFS fagnar því að nú hyllir undir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og hvetur stjórnvöld til að tryggja nægt fjármagn til uppbyggingar og reksturs hans. Jafnhliða stofnun þessa stærsta þjóðgarðs Evrópu verði lagt fjármagn til markaðsrannsókna á áhrifum hans á samfélag og byggð.”

Í grein á visir.is kemur fram að Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur telur að þjóðgarðurinn muni fjölga ferðamönnum aukalega um 5-7% árið 2012 og skila um 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur. Atvinnu- og þjónustutekjur á þeim svæðum sem liggja næst garðinum munu aukast um 1,5 milljarða króna árið 2012.

Athyglisvert er að ekki eru tilgreind nákvæm mörk þjóðgarðsins, þar sem þau munu ráðast endanlega af samningnum við landeigendur og handhafa nytjaréttar. Spurningin er hvort landeigendur á þessu svæði séu búnir að fyrirgefa yfirgang Fjármálaráðuneytisins og óbyggðanefndar í þjóðlendumálinu þar sem skilningurinn á aðstæðum landeigenda hefur því miður ekki verið nægur.

Því er skiljanlegt að traust landeigenda næst jöklinum er ekki mikið… en kannski breytist þetta með nýjum og betri fjármálaráðherra í nýju kjördæmi og meiri nánd við landeigendur almennt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband