Karlrembuverðlaun ársins

Það virðist sem stjórn KSÍ sé komið langt fram úr öðrum keppendum um karlrembuverðlaun ársins. Keppnina hófu þeir glæsilega með því að endurráða ekki Helenu Ólafsdóttur, þjálfara A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hún dirfðist að benda á mismunun kvenna og karla hjá KSÍ.

Fátt virðist hafa breyst þrátt fyrir vilja styrktaraðila, og hafa menn þar nú jafnvel gengið svo langt að segja upp styrktarsamningi við Íslandspóst til að geta haldið fram þeirri staðreynd að styrktaraðilar karla haldi algjörlega uppi kvennaboltanum.

Þessi fyrirtæki eru auglýst á vefsíðu KSÍ sem “alltaf í boltanum”.

Varla er þetta sú tegund af auglýsingu og umfjöllun sem þau eru að sækjast eftir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband