Orsök og afleiðing

Ísland hefur verið nokkuð í heimspressunni vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að hefja hvalveiðar á ný og leggjast eindregið gegn banni á notkun botnvörpu á úthöfunum.

Þetta hefur m.a. leitt til þess að við komust í leiðara Washington Post og Whole Foods keðjan hefur ákveðið að hætta að markaðssetja íslenskar landbúnaðarafurðir. 

Skiljanlega hefur þetta valdið áhyggjum, sérstaklega hvað varðar Whole Foods keðjuna.  Miklir fjármunir og vinna hafa verið lagðir í koma íslenskum landbúnaðarafurðum í þessar verslanir.

Ég spyr hvort þetta sé einhver ný stefnumótun hjá sjávarútvegsráðherra?  Er ætlunin að gera allt eftir okkar höfði og gefa ekkert eftir neins staðar?  Hefðum við t.d. ekki verið mun trúverðugari í málflutningi okkar gegn banni við botnvörpuveiðum ef við hefðum ekki nýlega verið búin að hefja hvalveiðar aftur.  Eða ef veiðafærarannsóknir hefðu verið stundaðar hér af einhverju ráði.

Einar K. Guðfinnsson hefur mikla reynslu í stjórnmálum og því er það mjög undarlegt að hann skuli ekki gera sér grein fyrir tengslum á milli orsaka og afleiðinga.  Börn læra þetta fljótt, læra að að velja sér baráttumál og semja til að ná þvi fram sem virkilega skiptir þau máli. 

Er ekki tími kominn til að ráðherra læri það líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband