Búið!

Formaður minn ásamt Geir H. Haarde voru að tilkynna um að ekki sé lengur ætlunin að starfa saman.

Loksins, loksins erum við laus úr viðjum Sjálfstæðisflokksins!


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Laus undan viðjum???????????

Hvað ertu að fara kæra Eygló?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Ohh er þetta nú eitt enn commentið um að það sé sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig farið er fyrir framsókn?? Alltaf gott að kenna öðrum um.. Vil bara minna á það að stjórnin nánast féll og að lokum hætti vegna slæmrar stöðu FRAMSÓKNARFLOKKSINS!! Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig.. Liggur þetta ekki ljóst fyrir öllum??

Hommalega Kvennagullið, 17.5.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Birkir, þetta er mikill misskilningur.  Sjálfstæðisflokkurinn bætti ekki mikið við sig, heldur náði aðeins að jafna sig eftir einstaklega slæma niðurstöðu fyrir fjórum árum síðan.  

Heimir, - ó, þú meinar... Í sumar verð ég allavega í Frakklandi og svo er bara að vona að VG sjái nú að sér og við fáum alvöru félagshyggjustjórn þannig að öll þjóðin losni við D-ið.

Eygló Þóra Harðardóttir, 17.5.2007 kl. 18:22

4 identicon

Hvernig ætli standi á því að Björn Ingi Hrafnsson getur ekki tekið við athugasemdum um sinn málflutning, maðurinn skrifar margar færlsur á dag, talar upp og niður til manna og málefna, en enginn má svara fyrir sig. Hverslags uppeldi hefur hann fengið, eða er þetta alsiða hjá framsóknarmönnum?

Jón Haraldsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:31

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Eygló, hvað er Birkir að misskilja? Flokkurinn bætir víst við sig og er með jafn marga þingmenn og eftir kosningarnar 1999, en þá var talað um stórsigur hans.

Egill Óskarsson, 17.5.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er sannfærð um að flokkurinn þinn réttir frekar úr kútnum án þess að hafa Sjálfstæðisflokkinn við hliðina á sér, en í áframhaldandi stjórnarsamstarfi við hann. Hins vegar stefnir í alvarlega hægri stjórn, en það er ekki ykkur að kenna heldur makki Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.5.2007 kl. 20:33

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eygló mín kæra er ekki frekar ráð að skyggnast inn á við í flokknum og leita orsaka þar heldur en að kenna D-inu um.

Menn ræða mikið þessa dagana um hvað hafi orðið af SÍS-eignunum og erlendar bankainnistæður framámanna í B-inu o.fl. o.fl.

Aldrei aftur vinstristjórn.

(Sá á fund sem finnur Ingólfsson.)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Kristján Pétursson

Framsóknarfl.er umkomulaus og þarf nú á hjálp að halda.Farinn úr koti íhaldsins og verður nú að standa á eigin fótum.Af hverju eru ekki kjósendur vingjarnlegir við þennan góða gamla flokk,sem hefur leitt þjóðina úr fátækt til ríkisdæmis? Fórna sér alltaf fyrir málstaðinn,leita til hægri og vinstri við miðju til að skapa nausynlega vídd í flokkinn.Sýnið flokknum og sérstaklega formanni hans velvild á erfiðum tímum.

Kristján Pétursson, 17.5.2007 kl. 23:53

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Eygló að það er gott fyrir ykkur að losna úr þessu samstarfi sem nánast hefur þurrkað flokkinn út.  Ég hefði gjarnan vilja sjá einhverjar yfirlýsingar þar um örlítið fyrr. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 00:54

10 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ja herna hér Eygló. Eftir 12 ára farsælt stjórnarsamstarf þar sem þjóðin hefur uppskorið sitt mesta hagvaxtarskeið segiru þessi orð. Ég á bara ekki til orð. Það er alveg vitað mál að innri mál Framsóknarflokksins urðu honum að falli í þessum kosningum en ekki stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig tel ég að margir Framsóknarmenn sem ósáttir voru við flokkinn hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn til að sýna ríkisstjórninni stuðning. Kom síðan ekki könnun sem sýndi að yfir 80% framsóknarmanna vildu áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.  En þetta er kannski taktíkin hjá stjórnmálamönnum, skipta bara úr stjórnarfötunum og yfir í stórnarandstöðufötin á einni mínútu.

Guðmundur H. Bragason, 18.5.2007 kl. 01:10

11 identicon

Það var framsóknarflokkurinn sem tapaði kosningunum, en ekki sjálfstæðisflokkurinn.

Ansi finst mér þetta kaldar kveðjur að loknu 12 ára samstarfi. Þetta er ykkar vandamál er ekki X-D.  

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 01:52

12 identicon

Að kenna öðrum um ófarir framsóknar er hallærislegt. Hvernig væri að framsóknarmenn og konur færu að taka ábyrð á sínu klúðri í ríkisstjórn og kíktu í eigin barm.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 08:28

13 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk fyrir allar athugasemdirnar.  Vonandi skiljið þið að ég tala að sjálfsögðu hér á vefnum fyrir sjálfa mig Ekki sem opinber talsmaður flokksins.  Hins vegar hef ég haft miklar áhyggjur af vinstrisinnaða fólkinu sem studdi flokkinn hér í eina tíð.

Mér minnir endilega að Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur (sem hefur engin tengsl við Framsókn, nema síður sé) hafi bent á þá staðreynd að þetta væri fylgið sem hefði yfirgefið okkur.  Fólk sem hefði verið búið að fá nóg af stjórnarsetunni með Sjálfstæðisflokknum.  Svo voru nokkrir eins og ég sem héngu enn inni á tönnunum. 

Eitt verður fólk líka að skilja að Sjálfstæðisflokkurinn gerir engum öðrum flokkum greiða.  Það þjónaði þeirra hagsmunum að starfa með okkur, og þegar það gerði það ekki lengur var farið að leita annað. 

Og það fyrir kosningar! Hver man ekki eftir fréttinni í Mogganum um að Þorgerður Katrín, ISG og Lúðvík Bergvinsson væru búin að vera að spjalla saman um hugsanlega stjórnarmyndun.  Svo gekk það allt upp! 

Með góðum stuðningi frá Baugi , sem er nú fyndast af því öllu.

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.5.2007 kl. 09:10

14 identicon

Það er mjög fyndið að heyra í þér Eygló, nú þegar að Framsókn hefur mistekist að komast í stjórn að þá er öllum öðrum kennt um, væri ekki nær að líta í eigin barm og skoða sitt eigið innviði og laga það sem að þarf að laga þar í stað þess að eyða orku í að úthúða öðrum? Jafnframt finnst mér þú og þinn formaður leggjast ansi lágt með því að vera að segja að Baugur hafi eitthvað með þessa stjórn að gera.

Ætli næsta gullkorn frá Guðna verði : "Þar sem að einn Baugur er, þar er ríkisstjórn" ??????
Ég vona að þú áttir þig á því hversu aumkunnarvert þetta er, en ef ekki að þá hefur þú það bara þannig

Davíð (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:32

15 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Sæl Eygló, hvar varst þú eiginlega í kosningabaráttunni? Af hverju að koma útúr skápnum núna? -mánuðum of seint. Fylgissveiflan fyrir kosningarnar 2003 samanstóð af Framsóknarmönnum sem virkilega trúðu því að flokkurinn vildi leita til jafnaðarmannaflokkanna. Þeir voru sviknir og skiluðu sér ekki aftur. Það var einbeittur ásetningur flokksforustunnar að starfa áfram með xD, og EKKERT STOPP !

Varstu viljalaust verkfæri í höndum flokkforustunnar fyrir þessar kosningar?

Og, hefurðu aldrei hugleitt hvort Framsóknarflokkurinn er endilega rétti vettvangurinn fyrir framfarasinnað jafnréttisfólk eins og þig?

Þorsteinn Egilson, 18.5.2007 kl. 17:49

16 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Davíð, ég vil endilega benda þér að fletta aðeins pistlunum mínum, og byrja t.d.  12. maí.  Ef þú ferð enn lengra aftur sérðu að hrifningin af Sjálfstæðismönnum hefur nú aldrei verið sérstaklega mikil á mínum bæ.

Þorsteinn, - sjá svar til Davíðs.  Sem og að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af Sjálfstæðismönnum og þeirra vinnubrögðum, sem kom ágætlega fram á þeim fundum þar sem t.d. við Bjarni vorum saman á.

Og ef þú hefur eitthvað fylgst með mér og mínum ferli í pólitík, bæði hér í Eyjum og landspólitíkinni þá ætti að vera nokkuð ljóst að ég er ekkert viljalaust verkfæri , eins eða neins, heldur sönn Framsóknarkona sem vil gott jafnvægi á milli vinnu, vaxtar og velferðar um land allt.  

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.5.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband