Dómstólaleiðin?

Flestir virðast telja að val kjósenda muni standa á milli núverandi samnings og hinnar svokölluðu dómstólaleiðar í Icesave málinu. Litlar upplýsingar hafa komið fram um hina svokölluðu dómstólaleið og er því athyglisvert að sjá að stuðningur við núverandi samning skuli ekki vera meiri en 57,7% skv. nýjustu MMR könnuninni.

Gísli Tryggvason velti nýlega fyrir sér hver helstu deilumálin yrðu fyrir dómstólum. Nefndi hann m.a.  hugsanlega skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna slælegs eftirlits með bönkunum, jafnræðisreglu EES-réttar um hugsanlegrar mismununar á innstæðueigendum og hvort yfirlýsingar ráðherra á haustdögum 2008 hafa verið skuldbindandi. 

Samskonar vangaveltur koma fram í álitsgerðum fjögurra lögfræðinga fyrir fjárlaganefnd. Var þar m.a. bent á að ESA virtist fyrst og fremst vera að horfa á að ríkið ætti að tryggja að innstæðutryggingakerfið gæti staðið við lágmarkstrygginguna, upp á rúmar 20 þús. evrur, en ekki heildarupphæðina.

Skiptar skoðanir voru meðal lögfræðinganna, eins og góðum lögfræðingum sæmir.

Peter Örebeck, norskur lagaprófessor, sendi inn álit til fjárlaganefndar um ESA og innstæðutilskipunina og taldi að mótrök Íslendinga verði að íslenska ríkið er fullvalda ríki og sé í sjálfsvald sett í hvaða viðskiptum það stendur.  "According to the business-strategies of the Icelandic state the Icesave bank was not among its priorities. The takeover of Landsbanki does not necessitate the takeover of Icesave. It is an option, but not a must. This is my [PÖ] primary position. An alternative position is to say that Iceland takover bid for Landsbanki that leaves out Icesave is in itself not discriminatory in a national sense, as all foreign depositiors in the old Landsbanki were offered identical solutions to domestic depositors. This includes all depositors, whether they are domiciled in Iceland or not. Icelandic citizens abroad who deposited money in Icesave, did not receive special treatment, but is totally under identical regime as UK and Dutch depositors."

Hvaða dómstólum?
Lárus Blöndal færir rök fyrir því í Morgunblaðinu að dómsmál verði fyrst og fremst höfðað fyrir EFTA dómstólnum, en telur ólíklegt að Bretar og Hollendingar muni reyna að sækja beint á íslenska ríkið fyrir íslenskum dómstólum.  Niðurstaðan frá EFTA dómstólnum, ef hún reynist vera jákvæð fyrir þá, verði svo nýtt til að þvinga Íslendinga til að greiða. Aðrir hafa haldið því fram að Bretar og Hollendingar verði að sækja rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum. Allir virðast þó sammála að þeir virðast lítið spenntir fyrir þeirri leið...

Svo er spurning hvar málaferli TIF um forgang lágmarkstryggingarinnar í þrotabúið passa inn í þetta allt saman.

En af hverju er stuðningurinn ekki meiri en 57,7% þrátt fyrir að njóta stuðnings meirihluta þingflokka Samfylkingar, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks?  Ég held að það sé einfaldlega vegna þess að við upplifum samninginn sem nauðung, ósanngjarnan og óréttlátan.

Þvi má færa rök fyrir því að dómstólaleiðin myndi allavega skýra hvað sé hið rétta í Icesave málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Finnst þér þessi túlkun hans á Jafnræðisreglunni sannfærandi?  Heldur þú virkilega að þá 2-3 menn af erlendu bergi brotnu hafi verið aðilar að ísl. útibúunum og 2-3 aðilar af ílensku bergi brotnu aðilar að útibúum í B&H - að þá sé bara allt í gúddí með Jafnræðisregluna?

þar fyrir utan, að þá sé eg að Alþingi hefur látið þýða álit þessa Örebekks  (álit sem er í flestum ef ekki öllum liðum útí hött og svarara í raun td. í engu í meginefni áliti ESA.  Virkar í mesta agi sem lélegir útúrsnúningar og afar veikir lagatæknisnúningar.

Afhverju í ósköpunum látið þér eigi þýða álit ESA?   það er verið að þýða einhverja túlkun einhvers Örebekks á áliti ESA - en þýða meginplagg í málinu?  Neeei.  það gera íslendinar nú eigi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 10:36

2 identicon

Þetta er mjög sérkennileg staðhæfing. Flestir tala um viðsnúning í málinu. Í stað meirihluta gegn er nú meirihluti með samningnum. Það hefur varla farið framhjá þér að mikil reiðialda reis  meðal sjálfstæðismanna eftir að meirihluti þingflokksins tók afstöðu með samningnum. Ef eitthvert vit er í því sem forsetinn gerir þá hlýtur hann að hafa gert ráð fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur samningnum.(Ekki það að þingið væri með skert umboð í málinu!!)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:39

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Nei, ég tel ekki að rökin hjá Örebeck séu veik.  Mismunun á grundvelli búsetu er mjög víða að finna í evrópskri löggjöf, og má þar fyrst benda á byggðaáætlun þeirra. 

Hvað varðar MMR könnunina þá endurspeglar hún óvissuna, hræðsluna en einnig andstöðuna við samninginn.  Hún segir hins vegar ekkert um hver verður niðurstaðan í kosningunni, því niðurstaðan mun byggjast á því hverjir mæta og kjósa. 

Þeir sem eru fylgjandi samningnum eða þeir sem eru á móti samningnum?

Ég get heldur ekki endurtekið nógu oft hversu mikilvægt mér finnst að fólk afli sér upplýsinga um málið og taki sjálft upplýsta afstöðu, -mæti svo og kjósi!

Eygló Þóra Harðardóttir, 22.2.2011 kl. 11:44

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Byggðaáætlun?   Sjáið þér til, finnst yður þetta sambærilegt?

Trúðu mér,  þessi ,,rök"  Örebecks eru alveg útí hött og halda engu.  Í besta falli verður að kalla þau lélegan útúrsnúning. 

Mismununin er í raun tvíþætt.  Ísland mismunaði bæði gagnvart lágmarkinu og í heildina.  Ísl. tryggðu innlendum útibúum aðgang að bæði lágmarkinu og enfremur uppí topp!  En erlend útíbú - þar var lok lok og læs! 

Þarna er ísland að mölbrjóta jafnræðisregluna.  þetta var augljóslega allt önnur meðhöndlun.  Samkv. laga og reglugerð er fjalla um innstæðutryggingar þá átti að meðhöndla hvorutveggja á sama hátt.

þegar búið er að segja þetta, þá er ekki þar með sagt að Ísland eigi sér ekki einhverjar málsbætur - en þær eru ekki þess eðlis að þær aflétti skyldum af Íslandi.  Ísland getur td. uppfyllt jafnræðisskyldur sýnar með því að semja um málið - sem hefur og verið gert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 11:56

5 identicon

Könnunin gefur vísbendingu um hug þjóðarinnar núna. Að líkindum verða gerðar fleiri kannanir og þá skýrist myndin. Andstaðan byggir aðallega á reiði og þjóðerniskennd en ekki þekkingu og skynsemi. Samþyggi byggir á vilja til að leiða málið strax til lykta og komast útúr öngstrætinu. Þ.e. takmörðuðu aðgengi að fjármálamörkuðum, dýrum lánum og miklu atvinnuleysi. Ég ætla ekki að halda því fram að önnur fylkingin búi almennt yfir meiri þekkingu en hin. Þingmenn og fjölmargir hafa því verk að vinna að upplýsa þjóðina. Núna er örugglega ekki tími fyrir sandkassaleiki, morfísstæla og þrasrugl sem því miður einkennir umræður á þingi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:18

6 Smámynd: Karl Eiríksson

Sæl Egló, bara að leiðrétta smá villu hjá þér um upphæð innstæðutrygginga. 20880 € er HÁMARKSTRYGGING samkvæmt ESB 94/19 grein 7, málsgrein 1 ekki lágmarkstrygging. Einhversstaðar í þessu máli hefur fólk bitið það í sig að þetta sé lágmark og það veldur miklum rugling í þessu öllu saman. Allt sem var borgað út af Bretum og Hollendingum hærra en þessi tala er einhliða ákvörðun þeirra.

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 12:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er auðvitað rangt.  Lágmarstrygging.  Ekki einu sinni reyna svona!

Er ekki komið nóg af orðhengilshætti og utúrsnúningum?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 12:55

8 Smámynd: Karl Eiríksson

Sæll Ómar, þú kannski vilt þá útskýra nákvæmlega fyrir mér hvað stendur í þessari grein DIRECTIVE 94/19/EC OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL
of 30 May 1994 on deposit-guarantee schemes.

1. Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits' being unavailable.
Until 31 December 1999 Member States in which, when this Directive is adopted, deposits are not covered up to ECU 20 000 may retain the maximum amount laid down in their guarantee schemes, provided that this amount is not less than ECU 15 000.

Lög um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta 1990 nr 98 27. 27 desember ( lög tóku gildi 1 janúar 2000 )

Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta 1999 nr. 98 27. desember

 10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. ( innsk. 20880€ ) er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.

er eitthvað þarna sem er hægt að misskilja ???

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 13:35

9 Smámynd: Karl Eiríksson

Til skýringar þá er verið að vitna í grein 7, 1 málsgrein af ESB 94/19

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 13:38

10 identicon

Mbl mun fram að kosningum ræða Icesave á lögfræðilegum nótum og reyna að láta það líta þannig út að það sé í lagi að fella samninginn (það hugnast Davíð). Að mínu mati erum við með tapað mál lögfræðilega séð. Það er ekki aðeins það að íslenskar innistæður voru tryggðar af ríkinu  upp í topp en ekki breskar og hollenskar í sama banka, t.d. áttu nokkrir einstaklingar yfir milljarð  á bankabókinni sinni hér á Íslandi og sluppu við skerðingu, fengu algera tryggingu. Ísland stendur einnig veikt vegna þess að þau heimilðu Landsbankanum að fara i þessa útrás og stofna Icesave án þess að gæta þess að tryggingar væru fyrir hendi, það er m.a. þess vegna sem Geir Haarde fer fyrir Landsdóm.

Það er búið að koma því inn hjá þjóðinni að tilgangurinn helgi meðalið, að þetta gangi út á að sleppa við að borga. Mjög lítið er rætt um siðferðileg hlið málsins og það fer miður. Ísland er þegar orðið "persóna non grade" í augum erlendra þjóða. Að hér sé fólk sem ekki sé hægt að treysta. Það mun taka langan tíma að vinna aftur upp traust, þ.e.a.s. ef það er einhver áhugi fyrir þvi.

Pétur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:49

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,.. the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000.."

Eee. Ok. Á ástæra ylhýra sirka: ,,samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20 000.."

Verða að vera tryggð upp að 20.000. evrum. Sumir eiga náttúrulega minna en 20.000 evrur. Sumir etv. eiga samanlagt nálægt 20.000 evrum á 2-3 reikningum o.s.frv. Tryggingin er lágmarkstrygging. Öll innstæða upp að 20.000 mælistikunni er trygð.

þetta er bara hægt að skilja á einn, og aðeins einn hátt. Og láttu nokkurn mann heyra svona orðhengilshátt. Allra síst B&H.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 14:36

12 Smámynd: Karl Eiríksson

Sæll Ómar. Þannig að við erum sammála um að hver reikningseigandi er tryggður upp að hámarki 20880 € og eftir það ráði heimtur úr þrotabúi um hvort meira sé borgað ? Samsagt að heildar lögboðin trygging innistæðu samkvæmt ESB og TIF sé þessi upphæð.

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 14:47

13 identicon

Eygló, þú spyrð:„En af hverju er stuðningurinn ekki meiri en 57,7% þrátt fyrir að njóta stuðnings meirihluta þingflokka Samfylkingar, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks? Ég held að það sé einfaldlega vegna þess að við upplifum samninginn sem nauðung, ósanngjarnan og óréttlátan.“

Aðalsteinn Leifsson, sérfræðingur í samningatækni og alþjóðasamningum og lektor við HR svaraði þessari spurningu ágætlega í viðtali í Morgunútvarpi RÚV í morgun. Hann sagði m.a. „Þegar fólk upplifir hlutina þannig að það geti tekið áhættu til að forðast tap þá taka menn áhættu, fólk sem ekki er áhættusækið, og það tekur órökréttar [athugaðu að hann notar orðið „órökréttar“] ákvarðanir um að taka áhættu, þannig að hættan er þessi [athugaðu að hann notar orðið „hættan“] að meðan menn eygja einhverja von á því að sleppa við að borga, jafnvel þótt vonin sé veik þá eru genin í okkur þannig samsett að það eru líkur á því að við tökum þá áhættu“.

Þetta viðtal er hollt öllum sem hafa þessa genetísku veikleika fyrir gambli: http://dagskra.ruv.is/ras2/4540517/2011/02/22/3/

En svo má náttúrulega afgreiða orð Aðalsteins svona eins og lenskan er: Hann er örugglega Samspillingarmaður! Eða: Hann er örugglega vinur Bjarna Ben Eða eitthvað álíka .... þetta er hin dæmigerða „málefnalega“ umræða um Icesave.

Spurning, ef maður skoðar að 42,3% vilja gambla, hvort þessi gen eru einfaldlega svona sterk í þetta stórum hluta Íslendinga. Við höfum ekki lítið rætt þennan eiginleika ákveðinna aðila í bönkunum sem komu okkur í þessa stöðu in the first place. Kannski þurfa fleiri að taka það til sín miðað við þessi 42,3%?

Partur af ríkjandi orðræðu þeirra sem vilja segja „nei, stöndum í lappirnar, tökum áhættuna af dómsmáli“ hefur verið að þetta séu skuldir einkabanka, Íslendingar eigi ekki að borga skuldir óreiðumanna. Það má líka setja þessa klisju í víðara samhengi eins og Ásgeir Brynjar Torfason, búsettur í Svíþjóð gerir í bréfi sem hann sendi Agli Helgasyni á Eyjuna. Ásgeir segir: „Nú er kominn tími til að standa í lappirnar sem ábyrg þjóð meðal þjóða og láta ekki orðspor óreiðumannanna festast við alla Íslendinga.“

Ekki veit ég hvernig þessi darraðardans endar en að mínu mati er komið nóg af umræðu flokkapólitíkusa í þessu máli. Tek undir orð Lárusar Blöndal þegar hann segir að það eigi að láta öðrum eftir en stjórnmálamönnum að upplýsa þjóðina um kosti og galla „já-sins“ og „nei-sins“ í þessu Icesave-máli.

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:05

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Sjoðurinn á að tryggja ákv. lágmark og á að borga það út innan tímaramma sem gefinn er í dírektífi.  (Hægt að fá takmarkaða frestun á útgreiðslu í undantekningartilfellum)

Nú, síðan er spurningin um kröfur í eignir.  það er bara önnur spurning og annað mál.

Tryggingarsjóður gerir kröfur í eignir og í þeim forgangi sem laga og reglugerðir segja til um. 

Í sem dæmi þessu ákv. og afmarkaða  tilfelli vóru með neyðarlögunum innstæður alment gerðar að forgangskröfum.  Eg á erfitt með að sjá að það sé alveg sjálfgefið að innstæður uppað 20.000 evrum hljóti ofurforgang - sérstaklega ef það er haft í huga að innstæður innanlands voru almennt settar í forgang.  (þ.e. ekki bara fyrstu 20.000 evrurnar)

Þó vil ég eigi fullyrða algjörlga um hvernig dómsstólar myndu taka á þessu.  Í samningum er ákv. um að viðurkennt sé að láta reyna á þetta atriði fyrir dómsstólum.  Eg mundi fyrirfram telja ólíklegt að dómur féllist súperforgang fyrstu 20.000 evranna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 15:06

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Af hverju er aldrei tekið inn í myndina tapið sem bankarnir urðu fyrir þegar útibúum þeirra var lokað þarna ytra svo ég nefni nú ekki hryðjuverkalistann sem Landsbankinn var settur á. Hvað skildi það hafa kostað okkur - með vöxtum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.2.2011 kl. 18:36

16 identicon

Sæl Eygló,

ég hjó eftir að þú segir lögfræðingana velta fyrir sér að ESA telji að ríkið eigi að tryggja innistæðutryggingu upp að 20.þú evrur sbr þú segir:

"Samskonar vangaveltur koma fram í álitsgerðum fjögurra lögfræðinga fyrir fjárlaganefnd. Var þar m.a. bent á að ESA virtist fyrst og fremst vera að horfa á að ríkið ætti að tryggja að innstæðutryggingakerfið gæti staðið við lágmarkstrygginguna, upp á rúmar 20 þús. evrur, en ekki heildarupphæðina."

Má ekki segja þá að ESA líti svo á að það sé ríkisábyrgð á þessum 20.þús evra fyrst ríkið á að tryggja greiðslu þeirra.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 18:58

17 Smámynd: Þorgeir Gestsson

Ómar Kristjánsson bidur um adeins naertaekara daemi um hvernig Evrópusambandid leyfir mismunun eftir búsetu. Hvad um ad geta vitnad i, ekki bara lagaheimild ES til ad fólki sé mismunad eftir búsetu thegar banki verdur gjaldthrota, heldur leidbeiningar i lagatextanum um hvernig slíkt skuli gert?

Lög ES 94/19 um innistæðutryggingar:

2. Where the level and/or scope, including the percentage, of cover offered by the host Member State guarantee scheme exceeds the level and/or scope of cover provided in the Member State in which a credit institution is authorized, the host Member State shall ensure that there is an officially recognized deposit-guarantee scheme within its territory which a branch may join voluntarily in order to supplement the guarantee which its depositors already enjoy by virtue of its membership of its home Member State scheme.

Landsbanki greiddi í tryggingarsjóðina í Bretlandi og Hollandi til þess að viðskiptavinir í Bretlandi og Hollandi væru betur tryggðir en viðskiptavinir á Raufarhöfn og í Breiðholti. Þetta kallast top-up trygging.

Nidurstadan af thessu er sú ad í gjaldthroti eins og sama bankans thá fá thrír vidskiptavinir i ólíkum löndum eftirfarandi tilbaka af sinni 100.000 evra innstaedu: Fengi sá sem lagdi inn í hollenska útibúid 100.000 evrur, sá sem lagdi inn í breska útibúid 35.000 pund, Íslendingurinn sem átti 100.000 evrur faer hins vegar adeins 20.887 evrur tilbaka af thví.

Ef íslenska ríkid hefdi ekki bjargad innlendu innstaedunum thá hefdi íslensku kúnnunum verid mismunad skv. ofangreindu, skv. nákvaemum fyrirmaelum ES. Ég hélt ad mismunun eftir eftir thjóderni vaeri algjört no-no í E.S. Eda er thetta kannski eingöngu mismunun eftir búsetu?

Hvad finnst lögfraedingum um líkur á thví ad mismunun yrdi nokkurt atridi fyrir dómstólum, skv. ofangreindu fordaemi?

Þorgeir Gestsson, 22.2.2011 kl. 20:26

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hefur nokkur þjóð verið dæmt gjaldþrota af dómstólum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.2.2011 kl. 20:54

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sæll Ómar. Þannig að við erum sammála um að hver reikningseigandi er tryggður upp að hámarki 20880 € og eftir það ráði heimtur úr þrotabúi um hvort meira sé borgað ?"

Við erum sammála um að ríkin eiga að tryggja að innstæðueigendur eiga að tryggja lágmarksbætur sem þá voru um 20.00 evrur samkv. einu dírektífi. 

En viðerum ekki sammála um, eins og ég veit alveg að þú vilt meina, að hægt sé að setja fyrstu 20.000 evrurnar í súperforgang varðandi kröfur í hinn fallna banka.  þetta á að virka þannig að tryggingarkerfið borgar bæturnar - og síðan gerir tryggingarkerfið kröfu í eignir hins fallna banka.  Og ég er ekki alveg að sjá í hendi mér að hægt sé að fá súperforgang varðandi tryggingarkerfið.  Ekki alveg að sjá það.  því miður.

,,Ef íslenska ríkid hefdi ekki bjargad innlendu innstaedunum thá hefdi íslensku kúnnunum verid mismunad skv. ofangreindu"

 Nei nei nei.  Alveg vonlaust dæmi og orðhengill all stór. 

Við skulum bara hafa þetta einfalt.  það sem var innleitt, var samræmt lágmark sem náði yfir allt EEA svæðið.  Ríkjum var heimilt  (ekki skilt)  að hafa viðbótartrygginu.  Ef ísland hefði greitt öllum lágmarkið hefði það uppfyllt skyldu sína.  það að bretar hefðu borgað hærra í útibúinu í London í hinu ýmindaða dæmi byggðist á viðbótartryggingu er bretar höfðu hjá sér.  þeim hefði eigi borið þar með skylda til að að bæta öllum íslendingum upp mismuninn - enda þeir ekkert með banka hérna uppi í hinu ýmindaða dæmi. 

Svona orðhenglar skila engu.  Það yrði bara hlegið að ykkur fyrir evrópudómsstólum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 21:22

20 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Látum þá hlæja Ómar.

Það eru ekki öll kurl komin til grafar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.2.2011 kl. 21:29

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Við erum sammála um að ríkin eiga að tryggja innstæðueigendum rétt til lágmarksbóta sem þá voru um 20.00 evrur samkv. einu dírektífi." 

Og ps.  Að margir hafa sagt sem svo, að engin ,,ríkisábyrgð sé á Tryggingasjóði innstæðueigenda"  (TIF) o.s.frv. og þal. ,,eigi ísl. ekki að borga etc.

þetta er alveg kolröng nálgun.  þetta er ekki hugsað svona á evrópuleveli.

þið eigið að huga þetta sem ,,ríkisábyrgð á réttinum til að fá greiddar lágmarksbætur ef á reynir".

Ríkið innleiðir og færir í lög þann rétt einstaklinga, í þessutilfelli innstæðueigenda, að þeir fái lágmarks bætur ef innstæður þeirra verða ótiltækar.  þessar bætur eiga þeir að fá greiddar fljótt og vel  (hægt að fresta um nokkra mánuði í sérstökum tilfellum).

þear ríkið er búið að lögfesta slíkan rétt til handa einstaklingum - þá ber ríkið ábyrgð á umræddir einstaklingar njóti þess réttar ef á reynir.  Halló.  Annars er það enginn réttur og yfirlýsing um að ríkið sé bara djók sem ekkert mark er takandi á.  þannig er þetta hugsað á evrópuleveli.  það þýðir ekkert að hugsa þetta í einhverri íslenskri lagatæknihefð og orðhengilshætti.  þið verðið að kynna ykkur skaðabóta teoríu ríkja samkv. evrópulögum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 21:32

22 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Menn tala mikið um þá áhættu sem af dómstólaleið hlýst, hér fyrir ofan.

Vissulega er rétt að velta þeim möguleika fyir sér og reyna að meta ókosti hans. Þetta mál hefur þó tvær hliðar.

Fólk má ekki gleyma að velta fyrir sér afleiðingum þess að samþykkja samninginn.

Því miður eru allar upplýsingar af skornum skammti, hvort það stafar af feluleik stjórnvalda eða að upplýsingar eru einfaldlega ekki til, skal ósagt látið.

Allavega eru þau gögn sem þegar eru aðgengileg með þeim hætti að varla er glóra í að samþykkja samninginn. Nefni ég þar til dæmis úttekt Gamma. Samkvæmt henni þarf lítið að bera útaf til að samningurinn fari í 233 miljarða, reyndar þær forsendur sem þá tölu gefa sennilega mun nær sannleikanum en þær forsendur sem gefa töluna 47 miljarða. Það sem stingur þó í augu við lestur þeirrar úttektar er hversu lítill munur er á forsendum leiðir til mikilla á niðurstöðu. Því mætti áætla að talan gæti hæglega orðið langtum hærri.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að fram til 2016 eru greiðslur nokkuð fastar. Eftir þann tíma á að taka eftir stöðvar og deila niður á næstu þrjátíu ár, þó með þeirri reglu að lágmark og hámark er tiltekið. Það hámark er yfir 20 miljarðar á ári, svo lengi sem einhverjar eftirstöðvar eru.

Þar sem svo lítill munur er á forsendubreytingum leiðir til svo mikilla breytinga á lokaupphæð er alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að við séum að binda börn okkar á þennan klafa, að þau þurfi að greiða yfir 20 miljarða úr ríkissjóði allt til ársins 2046. Einungis vegna kjarkleysis þjóðarinnar núna!!

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2011 kl. 21:48

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps.ps.  Hérna er eitt álit og áminningarbréf  ESA:

http://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf

þarna eru tekin fyrir helstu atriði er haldið hefur veri á lofti hérna uppi.  það er ekki að orðlengja það, að þeim er öllum hafnað!  Hafnað algjörlega tótallí í öllum liðum.

það sem ESA segir bæði um ábyrð og mismunun er bara evrópska skaðabótalínan sem fyrir langa löngu er mótuð.

Eg skora á menn að láta þýða umrætt álit á íslensku og svara síðan lið fyrir lið með tilvísan í evrópulög og dómafordæmi gagnstætt því er ESA leggur fram.

Afherju er þetta álit ekki þýtt?  Er það kannski vegna þess að þá muni íslendingar átta sig á að það sem einhverjir 2-3 lagasnillar hérna uppi hafa verið að fabúlera með - var bara það.  Bara fabúlering og þekkingarskortur?  Og skýrir það kannski afhverju nefndir 2-3 lagasnillar eru komnir á stórflótta undan fullyrðingum sínum núna?  Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 21:53

24 identicon

Athyglsvert sem Þorgeir Gestsson bendir á að jafnræðisreglan á erfitt uppdráttar þegar borin er saman aðferð Hollendinga og Englendinga.

Ennfremur:

úr EES samningi:

CHAPTER 4

SAFEGUARDMEASURES

Article 112

1. If serious economic, societal or environmental difficulties of a sectorial or regional nature liable to persist are

arising, a Contracting Party may unilaterally take appropriate measures...

Það virðist altso að það sé ekki samningsbundin skylda okkar að fara á hausinn!

marat (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband