Eygló Þóra Harðardóttir

Ég tók fyrst sæti á Alþingi í nóvember 2008 og var endurkjörin sem 7. þingmaður Suðurkjördæmis í apríl 2009. 

Markmið mín sem stjórnmálamaður er að vinna að endurreisn Íslands á grunni hugsjóna Framsóknarflokksins um samvinnu, sjálfsábyrgð og samfélagslega ábyrgð.  

Á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 var ég kjörin ritari Framsóknarflokksins og formaður landsstjórnar flokksins.  Ég hóf þátttöku í stjórnmálum og var 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi frá 2003. Ég hef einnig verið ritari Landssambands Framsóknarkvenna, ritari Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins og gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja. Að auki hef ég gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Vestmannaeyjabæjar, m.a. verið aðalmaður í skólamálaráði, setið í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Visku,- fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og sem stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands. 

Ég hef sinnt margvíslegum störfum í þjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði og er búsett í Vestmannaeyjum með eiginmanni mínum og tveimur dætrum.

Upplýsingar um fjárhagsleg tengsl mín.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Eygló Þóra Harðardóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband