Hagsmunir hverra?

Stjórnarflokkarnir samþykktu í kvöld rúmar 12 milljarða króna auknar álögur á íslenskan almenning að lágmarki.  Við borgum 4,4 milljarða í gegnum vörugjöld og um 8 milljarða í gegnum hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána íslenskra heimila 

Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég nú frekar viljað fá greiðsluseðil fyrir vörugjöldunum og borgað þannig aukaskattinn beint í ríkissjóð og sparað mér hækkunina á fasteignaláninu.

Mín fjögurra manna fjölskylda hefði þurft að borga 36.000 kr. í ár og tæplega tvöfalt þetta á næsta ári.  Í staðinn hefðum við sem erum með verðtryggð lán sparað okkur hækkun höfuðstóls lánanna.

En kannski vill ríkisstjórn VG og S fá 8 milljarðana líka þar sem ríkið er helsti eigandinn á verðtryggðum lánum á Íslandi.

Og á morgunn ræðum við áfram ESB...


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér þarf að fara að eiga stað alvöru bylting.

Og hvernig ætti hin skynsamlega bylting að fara fram?

Jú, hættum að borga af lánunum. Já hættum því bara. Þetta er orðið rugl.

Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari þrælslund og það er nokkuð augljóst að ríkið mun reyna að auka álögur sem mest og hafa áhrif á verðtrygginguna því þannig nær hún inn nógum pening til þess að þóknast AGS.

Afhverju að borga af lánum sem eru orðin eins og botnlaust hýt?

Afhverju getum við ekki alveg eins hent peningum okkar út um gluggan sem við vinnum fyrir allan daginn út og inn?

Afhverju á ég að fórna minni velferð og barna minna til þess að halda uppi velferðarkerfi þjóðarinnar?

Afhverju á ég að fórna mínu fæðuöryggi svo að ríkið geti gengið að kröfum AGS?

Ég er ansi hrædd um að næsta bylting yrði frekar blóðug..

Það viljum við ekki. Ég vil frið.

Hættum því bara að borga.. og gerum það með bros á vör

Það er það eina skynsamlega :)

Veljum frið Veljum frelsi - Hættum að taka þátt í þessum skrípaleik. Við höfum val. :)

Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:04

2 identicon

Ég er hættur að borga af mínum lánum og hvet fólk til að gera slíkt hið sama. Ég tek ekki þátt í þessu bulli lengur. Það á að kasta íslenskri þjóð fyrir úlfana.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.

Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.

Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:29

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var svosem vitða mál að það yrði dýrt að borga upp hroðann og skandalana eftir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.

Jóhannes Ragnarsson, 29.5.2009 kl. 08:51

6 identicon

Sæl Eygló.

Ég hygg að enginn efist um að það þarf að grípa til erfiðra og sársaukafullra aðgerða í ríkisfjármálum á næstu misserum.

Það að ríkisstjórnin með "heilögu" Jóhönnu í fararbroddi skuli/vilji hins vegar ekki sjá óréttlætið í því að slíkar aðgerðir leggist jafnframt með beinum hætti á skuldbindingar almennings í gegnum verðtrygginguna er með ólíkindum. Þau rök Jóhönnu að ESB sé eina leiðin út úr verðtryggingu eru ennfremur vægast sagt aum að mínu mati. 

Ég skora á þig / ykkur í stjórnarandstöðu til að leggja þegar fram frumvarp sem yrði e-h efnislega á þá leið slíkar skattahækkanir skuli ekki í e-h tiltekinn tíma teljist með við útreikning á vísitölunni.

Mér þætti gaman að sjá núverandi meirihluta fella slíka tillögu með beinum hætti og taka þannig beina afstöðu með fjármagnseigendum á kostnað almennings.

Þórarinn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:14

7 identicon

hver er kostnaðurinn við þetta ESB rugl?miðað við kostnaðinn við ÖRYGGISRÁÐS ruglið hlýtur kostnaðurinn að hlaupa á milljörðum,og þá er gerð atlaga að heimilinum...hverslags vanvitar vinna við austurvöll....

zappa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eygló, þetta er frekar vandræðaleg staða sem við erum í núna og það er vegna þess að við höfum málað okkur út í horn skipulega lengi. Við sitjum uppi með vonlausar atvinnuleysisgeymslur hægri kommúnista sem hér hafa lengi ráðið ríkjum og hróflað upp ótrúlegum forsjárhyggjubatteríum á meðan kostendur þeirra sköpuðu þjónustu- og skuldapappírahagkerfið sem núna hefur loks fyrirsjáanlega farið á hausinn. Hvað ber að gera? Getur gjaldþrota bú logið sig áfram á auknum tekjum? Vinstri kommúnistar eru ekki sérlega líklegir til að taka á atvinnuleysisgeymslum hægri kollega þeirra. Hvað er til ráða?

Baldur Fjölnisson, 30.5.2009 kl. 00:41

9 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Frábær athugasemd með gíróseðilinn og losna við hækkun lána.

ESB = EkkertSmáBull

Ég held að við eigum að lesa betur um landráð, ég hef á tilfinningunni að það sé í fullum gangi beint fyrir framan nefið á okkur.

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband