Draumurinn um nýtt Ísland

Upphafleg skilyrði Framsóknarflokksins fyrir að verja minnihlutastjórn VG og S vantrausti voru skýr.

  1. Kosningar í síðasta lagi 25. apríl nk.
  2. Strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.  Í því felst meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.
  3. Komið verði á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Ljóst er að allir þrír flokkarnir eru sammála um þessi meginmarkmið.  Enginn ágreiningur er um lokamarkmiðin, heldur snýst þetta um raunhæfar leiðir að markmiðunum.  Leiðirnar eru sérstaklega mikilvægar þar sem ríkisstjórninni er ætlað að starfa í mjög skamman tíma.

Geysilega mikið er undir, framtíð þjóðarinnar og von okkar allra um betra samfélag byggt á samfélagslegri ábyrgð, sanngirni, samvinnu og samstöðu.

Draumurinn um nýtt Ísland.


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað greinir flokkunum á í leiðunum að markmiðunum Eygló? Það væri ekki vitlaus leikur fyrir ykkur að leyfa þjóðinni að fylgjast aðeins með. Gæti jafnvel hjálpað til.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:15

2 identicon

Fáið þið ekki nógu mikið fyrir ykkar snúð. Einu sinni framsókn alltaf framsókn.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:19

3 identicon

Þið hafið fallið á prófinu.  Tómir taparar af flokksþinginu, setjið stólinn fyrir dyrnar, fyrir gulldrengnum, með silfurskeiðina.

rufalo (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:31

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hér að við hið fornkveðna;

Illt er að eiga þræl að einkavin og munum vér þessa jafnan iðrast er þú hefir aftur horfið og er það óviturlegt bragð að senda hinn lygnasta mann þess erindis er svo mun mega að kveða að líf manna liggi við.“

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég skil þetta ekki alveg- þið tölduð ykkur ekki í stakk búin til að setjast í ríkisstjórn og ætluðuð að verja þessa minnihlutastjórn falli- en nú eruð þið farin að stjórna? Þetta þurfið þið að skýra.

María Kristjánsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:04

6 identicon

Tek undir með Maríu. Gömlu spillingarhrópin að Framsókn eru byrjuð að loga a.m.k. í bloggheimunum.  Það er nefnilega grunnt á því góða. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:03

7 identicon

María og þið hin.

Þegar Framsókn sagði að þeir vildu verja vinstristjórn falli, þá var það með ákveðnum skilyrðum. Það las ég strax í blöðunum og hefur því aldrei vafist fyrir mér. Skilyrðin voru;

1) að koma strax með AÐGERÐARÁÆTLUN varðandi heimilin, fyrirtækin og atvinnulífið í landinu.

2) Stjórnlagaþing

3) Kosningar ekki seinna en 25. apríl

Þetta var ekki flóknar þegar ég las þetta, því skil ég ekki þessa þvælu í ykkur. Framsóknarflokkurinn telur sig ekki hafa umboð kjósenda til að fara í ríkisstjórn og er því ekki með VG og Samfylkingunni í þeirra hugmyndavinnu. En þingliðarnir í Framskóknarflokknum fara varla að samþykkja eitthvað sem ekki er raunhæft að gera, og láta ekki af hendi eitthvað óábyrgt. Þetta verður að vera raunhæft sem vinstri flokkarnir vilja gera.

Framsóknarflokkurinn hlýtur að þurfa að fara yfir hugmyndir flokkanna sem eru í stjórnarmyndun, svo þau geti varið þau falli. EN EINUNGIS um þessi atriði sem var í tilboði Framsóknarflokksins þ.e. þessi þrjú sem ég tilgreindi.

Farið í blöðin í síðustu viku og lesið fréttirnar, eða horfið á Kastljósþætti. Þetta hefur alltaf verið kristaltært. Þessi umræða er hreinlega að skemma fyrir því að hérna verði mynduð vinstri stjórn. Kynnið ykkur málið betur, það marg borgar sig.

Soffía (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:16

8 Smámynd: Rannveig H

Ég tek undir hér,ég trúi ekki að 'óreyndu að þið ætlið að setja fótinn fyrir þessa stjórnamyndun. Ég trúði því að með þér og Sigmundi værum við að fá nýja Framsókn sem ætlaði að hugsa út fyrir flokkinn og spillinguna en svo bregðast krosstré sem önnur.

Rannveig H, 30.1.2009 kl. 20:19

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Soffía reit;

En þingliðarnir í Framskóknarflokknum fara varla að samþykkja eitthvað sem ekki er raunhæft að gera, og láta ekki af hendi eitthvað óábyrgt. Þetta verður að vera raunhæft sem vinstri flokkarnir vilja gera.

Er nú Framsóknarflokkurinn allt í einu orðin að "skoðanalöggu" fyrir þjóðina? Hvað gefur þeim umboð til að halda þessari stjórnarmyndun í gíslingu eftir að vera búnir að lýsa því yfir að þeir væru tilbúnir til að verja hana á þingi?

Sá vottur af vilja til að hverfa frá hrossakaupastíl og flokkspólitísku þvargi, á þessum erfiðu tímum fram að kosningum, sem nýju andlitin í Framsóknarflokknum gáfu til kynna með þessum yfirlýsingum að væri fyrir hendi, var greinilega einn af þessum skammtíma spuna-ávinningi sem einkennt hefur flokkinn um langt skeið.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Rannveig H

Í kastljósþætti kvöldsins og birtingamynd Framsóknar berlega í ljós þegar Sif glotti að þjóð í vanda.

Rannveig H, 30.1.2009 kl. 20:44

11 identicon

Soffía þetta vissi ég og líklegast við HIN. Hætt þú að tala um þvælu. Ekki að spyrja um það. Það sem þú listar upp er bara almennt orðað. Eru væntingar sem enginn veit hvernig á að útfæra. Er að spyrja um leiðirnar að markmiðunum sem Sigmundur er sífellt að tala um. Á þessu er munur. Innihald t.d. aðgerðaráætlunar. Vitum alveg að Framsókn þarf að fara yfir þetta, eðlilegt. En það væri óskandi að vita hvað ber svona helst á milli.  Þú gætir kannski sagt okkur það?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:55

12 identicon

Einar; Kannski ber EKKERT á milli, eins og þú segir eru þau að fara yfir þetta með hagfræðingahópi. Að mínu mati er þetta mjög ábyrg vinna sem verið er að gera þarna, því þetta snýst jú um okkur öll, að bjarga því sem bjargað verður.

Við skulum ekki vera að mála skrattann á vegginn, ekki strax að minnsta kosti. Þessi vinna VG og Samfylkingarinnar hefur tekið 4 daga, og því ekkert undarlegt við það að Framsókn þurfi tíma til að fara yfir þetta.

Ekki hafði fyrri ríkisstjórn dug í sér að fara í þessa vinnu sem verið er að inna af hendi núna, og því verður að gefa þessu þann tíma sem þarf. Það væri frábært ef þetta næðist, því það verður að bjarga heimilinum og atvinnulífinu.

Ég veit ekki neitt meira en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum, og hef fylgst vel með, því finnst mér þetta óábyrgt að vera að skella einhverju svona fram. Ekki flóknara en það.

Soffía (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:21

13 identicon

Hvaðan kemur þessi ungi piltur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ?

Hverra manna er hann ?

Tengist hann hvergi spillingu ?

Eru engir aurar að baki honum ?

Bara forvitni að vestan.

hann (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:24

14 identicon

Eygló það er dautt undir kjötkötlunum í þeim er ekkert að hafa. Þetta er ekki tíminn til að mergsjúga íslenska alþýðu þið verðið að sína smá biðlund.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:49

15 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mikið virðist hin unga framsóknar-þingkona vera vel að sér í málum.  Mér skolst að Jón Daníelsson hafi einnig verið á fundum með VG og Samfylkingu.

Skyldi hann hafa lagt fram einhverjar allt aðrar skoðanir við Framsóknarflokkinn?

Það nýja fylgi sem flokkurinn gat vænst eftir ,,uppstokkun" á landsfundi fer annað!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:54

16 identicon

Og ekki má gleyma Álgerði sem situr væntanlega þessa fundi.

 Þetta er bara fingurinn á þjóðina! hef aldrei  kosið framsókn,og taldi mér trú um að þarna færi gott nýtt fólk var blekkt!! En bara um stund. Bara um stund.

nafna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 01:07

17 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eygló, þú talar um draum um nýtt Ísland. Í mínum draumi er Framsóknarflokkurinn víðsfjarri. Hann ber ábyrgð, viðskiptaráðuneytið hefur t.d. verið í ykkar fórum í 12 ár af síðustu 14 og þið komist ekki upp með það að segjast ekki bera ábyrgð - líkt og Valgerður Sverris sagði svo eftirminnilega.

Framsóknarflokkurinn má ekki komast upp með það í enn eitt skiptið, að spila sig stærri en þeir eru !

Smári Jökull Jónsson, 31.1.2009 kl. 01:47

18 identicon

Heil og sæl Eygló.

Nú skuluð þið gæta að ykkur, Framsóknarmenn. Fólk er fullt tortryggni út í Framsókn. A.m.k. hér í Húnaþingi hinu eystra.  Ekki furða, flokkurinn var gjörspilltur. Verk ykkar í hinni nýju forystu var; að hreinsa flokkin og vinna traust fólks að nýju.

Verði ykkar fyrsta verk, að svíkja Samf. og VG, og alþýðu landsins þar með, eruð þið búin að vera.

Þið fenguð glæsilegt tækifæri, ekki klúðra því.

Þetta segi ég af vinsemd og virðingu.

Kv. Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.

Valdemar Ásgeirsson. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:17

19 identicon

Ótrúlega lélegt af ykkur en líka gott að sjá að Framsókn hefur ekkert breyst.

Kormákur Hermannsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:25

20 Smámynd: corvus corax

"Upphafleg skilyrði Framsóknarflokksins fyrir að verja minnihlutastjórn VG og S vantrausti voru skýr" segir þú og það er hárrétt hjá þér. En þegar framsóknarsauðirnir sáu að þeir fengju tugguna sína vildu þeir meira ...og meira og meira og gengu loks fram af öllum í kringum sig í frekjunni og valdagræðginni eins og framsóknarflokkurinn hefur alltaf gert. Það er ekkert nýtt hjá framsóknarflokknum nema andlitin en innrætið er jafn djöfullegt og alltaf áður. Það er sannleikurinn um framsóknarhyskið.

corvus corax, 31.1.2009 kl. 12:20

21 identicon

Jæja Eygló þið framsóknar forystan fær á baukinn núna,  ykkar innra eðli að koma í ljós og það sem ég hef haldið fram, að það er ekki nóg að skipta um dekk undir bílnum, ( sem þið eruð en eigið eflaust eftir að komast að ) ef sama framsóknar spillingarklíkan er undir stýri eins og nú er komið í ljós.  Þið þykist ætla að verja minnihluta stjórn vantraust en í raun eruð þið að stjórna henni og setja henni skilyrði sem hún verður að starfa eftir.  Þetta kallast að halda minnihlutastjórn í rúma 80 daga í gíslingu og framsóknarkúgun og í raun eru þið í stjórn en minnihlutinn starfsstjórn ykkar.

Sammála því sem kom fram hér á undan að formaðurinn kemur úr  forystu og fjárhýslum framsóknarflokksins og nú hefur varaformaðurinn verið tekinn fyrir að brjóta lög með því að stunda fjárhættuspil, ykkur finnst það eflaust í lagi enda orðin svo siðspillt að þið gerið vart greinarmun á réttu og röngu.  Allir vita hver þjálfaði varaformanninn til metorða í flokknum, til þjónustu við flokksklíkuna.

Verður hann ekki látinn segja af sér eða verðið þið áfram með lögbrjót í stjórninni.??

Newman (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:54

22 identicon

P.S. Er það rétt að SIF sé sett yfir ykkur af flokksklíkunni til að fylgjast með störfum og gerðum ykkar, hún situr allavegana í forystusveit framsóknar þó hún eigi ekki þar sæti,  og í hver skipti sem tekin er mynd af ykkur setur hún upp sólheimarglottið.

Newman (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband