17% vilja Framsókn

Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja 16,8% Framsóknarflokkinn, Samfylkingin hrynur algjörlega og mælist með 19,8%. Aðeins 22,1% vilja Sjálfstæðisflokkinn og 32,8% styðja Vinstri Græna. Frjálslyndir standa í stað hvort sem litið er til fylgis eða viðhorfs til Evrópusambandsins.
Þessar tölur staðfesta niðurstöður könnunar MMR, en þar mældumst við með 17,2%. 
PS. Gunnar Axel Axelsson (formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði) Andrés Magnússon (bróðir Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins) og Stefanía Óskarsdóttir (fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins) voru í Vikulokunum í morgun.  Niðurstaðan var að ef einhverjum hefur dottið í hug að svokallaðir „pundits“ séu hlutlausir þá ættu þeir að hlusta aftur á þáttinn.  Þarna spóluðu þau fram og aftur, reyndu að halda því fram að besta ríkisstjórnin væri sú sem sæti núna. 
Jú, jú það mætti kannski athuga það að láta seðlabankastjóra fara en þetta væru nú algjörar hetjur sem væru að starfa undir ómanneskjulegum kringumstæðum og væru þannig nánast ómissandi.
Jamm.
  

mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

1,7 %

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég vorkenni þeim það er sjálfseyðingarhvöt í gangi hjá báðum flokkum verðum við ekki að leyfa þeim að klára sig.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef það gleður þig Eygló þá skal ég óska ykkur framsóknarmönnum til hamingju með þessu góðu útkomu í þessari könnun

En

Ekkert ert betra en íhaldið

Óðinn Þórisson, 24.1.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Óðinn,

hjá okkur Framsóknarmönnum hljómar þetta víst svona: Allt er betra en íhaldið ;) og þjóðin virðist nú vera ansi sammála okkur þar sem hún stendur yfir rjúkandi rústum frjálshyggjunnar.

Eygló Þóra Harðardóttir, 24.1.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband