Tími til að staldra við

Stjórnmál geta verið erfið og árásir mótherja oft hatrammar.  Verst er það nú samt þegar maður verður fyrir persónulegum árásum frá samherjum, líkt og Björn Ingi Hrafnsson varð fyrir frá hendi Guðjóns Ólafs Jónssonar.

Ég heyrði í einum kunningja mínum í Reykjavík fyrst þegar fréttin af fatakaupunum barst.  Hann hefur starfað mikið með íþróttahreyfingunni og sagði að á þeim stutta tíma sem Björni Ingi Hrafnsson hefði unnið með ÍTR hefði meira jákvætt gerst en allan þann tíma sem Steinunn Valdís og Anna Kristinsdóttir voru formenn. 

Þetta er vont mál, og raunar má segja að allt ruglið á undanförnu í Reykjavíkurborg dragi mjög úr trausti og trú manna á stjórnmálamönnum og áhuga fólks á að starfa fyrir stjórnmálaflokka. 

Líkt og 25% fylgið í Gallup könnuninni sýnir.

Því er nú tími til að staldra við! 


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Eygló mín,

Hafa skal það sem sannara reynist.

Þann tíma sem við Steinunn Valdís vorum formenn ÍTR undir merkjum Reykjavíkurlista voru byggð íþróttamannvirki í borginni yfir 11 milljarða.

Árið 2005 voru teknir upp samningar við Sextán íþróttafélög í Reykjavík upp á 4,4 milljarða króna stuðnings frá Reykjavíkurborg.

Eining voru 200 milljónir árlega ætlaðuar á árunum 2007-200p  til þess að greiða niður þátttöku og æfingagjöld barna og ungmenna í borginni. Þetta var upphaf frístundakortanna.

Gætir þú sagt mér hvaða jákvæðu hlutir hefðu sérstaklega gerst undir forystu Björns Inga sem ekki voru framhald þeirrar góðu vinnu sem unnið hafði verið að innan ÍTR á undanförnum árum?

Anna Kristinsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eins og staðan er í dag þá er allt útlit fyrir að Framsóknarflokkurinn fái fjóra kjördæmakjörna þingmenn í næstu kosningum.Einn í NV-kjördæmi, tvo í NA-kjördæmi,einn í Suðurkjördæmi og engan við Faxaflóann.Síðan fengi flokkurinn einn uppbótarþingmann.Þetta gerir fimm þingmenn.Síðan færi flokkurinn enn neðar í þar næstu kosningum.Ef einhverjir ætla sér að endurreisa Framsóknarflokkinn verða þeir að horfast í augu við þennan veruleika.Það er einginn frambjóðandi verri þótt hann sé vel klæddur og að af honum finnist ekki fjósalykt.Það er alsiða að gefa fólki föt og hefur ekki þótt stór glæpur hingað til. 

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála þér í því að þetta hefur komið óorði á stjórnmál yfir höfuð. Sérstaklega finnst mér slæmt þegar menn ráðast með kjafti og klóm á menn úr eigin röðum. 

Ég bloggaði aðeins um þetta fræga bréf í dag smella HÉR

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband