Kjósum!

Forsetinn hefur vísað Icesave samningnum til þjóðarinnar, til staðfestingar eður ei.  Nú skiptir öllu að þjóðin fái að kynna sér málið niður í kjölinn, kosti þess og galla að staðfesta ríkisábyrgðina og taki svo upplýsta ákvörðun í framhaldinu.

Lýðræði virkar ekki án upplýsinga.  Því leggur samvinnuhugsjónin mikla áherslu á menntun og þekkingu samhliða einn maður eitt atkvæði auk þess að gætt sé að jafnrétti.

Ábyrgð fjölmiðla og annarra lýðræðisafla er því mikil í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá ábyrgð verður að axla af virðingu.

Ég tel jafnframt að samhliða kosningum um Icesave ættum við að kjósa aftur til stjórnlagaþings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er því sammála að þjóðin hafi síðasta orðið í Icesave málinu. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.2.2011 kl. 19:40

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Eygló 

Vandamálið er að þessi leið, dómstólaleiðin, hefur aldrei verið krufin til mergjar og það metið hvað hún þýðir. Í það minnsta hafa þær niðurstöður ekki mikið verið kynntar þjóðinni. Þingið og stjórnvöld hafa frá upphafi verið ákveðin að ná fram samningum þanngi að þetta hefur aldrei verið skoðað af neinu viti.

Ég hef bara fundið á einum stað fjárhagslegt mat á því hvað dómstólaleiðin mun kosta okkur. Það mat er að finna í greiðargerð InDefence. Sjá hér.

Flestir eru sammála um að dómsmálið getur farið á þrjá vegu.

  • Við vinnum málið.
  • Við verum dæmd til að tryggja 20 þúsund evra lágmarksinnistæðu á hverum reikning.
  • Við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

InDefence leggur þetta fjárhagslega mat á þessa þrjá möguleika (sjá viðauka lll bls 46):

  • 0 milljarða kostar það okkur ef við vinnum málið
  • 22 milljarða mun það kosta okkur ef við verðum dæmd til að tryggja rúmlega 20 þúsund evrur per reikn.
  • 140 milljarða mun það kosta okkur ef við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

75 milljarðamun Icesave 3 kosta okkur.

Þá má geta þess að í greinargerð lögspekinganna sem sendu fjárlaganefnd greinargerð vegna Icesave 3, sjá hér, þá meta þeir það svo að mjög ólíklegt er að við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu. það kostar 140 milljarða skv. InDefende.

Þeir telja líklegast að við verðum dæmd til að tryggja lágmarksinnistæður á hverjum reikning. það kostar 22 milljarða skv InDefence. Sjá nánar hér.

Það sem við þurfum nú er annað óháð fjárhagslegt mat á dómstólaleiðinni. Mat sem mun þá annað hvort styðja þetta mat InDefence eða ekki.

Til þess að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun í þessu máli þá verðum við að fá að vita hvort þetta fjárhagslega mat InDefence á dómstólaleiðinni er rétt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 14:09

Ef miðað er við umsögn GAMMA; þá miðar InDefence við Ragnar Hall ákvæðið, þ.s. GAMMA kallar aukinn forgang.

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 17:34

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta fór úr skorðum:

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

...............................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

..................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

..................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...........-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.........-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur........ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 17:35

6 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það er alveg nóg að kjósa um eina vitleysu og lögleysu í einu.

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband